A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd fundur 7. júní 2023

 

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd
Fundur miðvikudaginn 7. Júní 2023 kl. 17.00-18.00 að Hafnarbraut 25, kaffistofu.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Refa og minkaveiðar, endurskoðun á gjaldskrá —til afgreiðslu. Fundargögn:

         a. Núverandi samningur um refa- og grenjaveiði
         b. Reglur um refa- og minkaveiðar í Strandabyggð
2. Viljayfirlýsing um hótelbyggingu — til kynningar
3. Fjallskilaseðill 2023 —til kynningar. Fundargögn
         a. Drög að Fjallskilaseðl
         b. Fjáreign 2023
4. Girðingarmál — til kynningar
5.Önnur mál.


Fundur settur kl. 17:08
Formaður kannaði lögmæti fundarins. Engar athugasemdir viô fundarboðun.


Umræða.

1. Refa og minkaveiðar, endurskoðun á gjaldskrá — til afgreiðslu.
     a. Núverandi samningur um refa- og grenjaveiði.
Farið var yfir núverandi samning um refaveiði á svæði 6 sem er í gildi,      enda með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Spurt var hverju hann hefði skilað. Umræða spannst um það hvort endurnýja ætti hann og aðra samninga árlega, sem þurfa að vera til.

Nefndin vill sjá í lok tímabils nú og undanfarinna ára; fjölda veiðimanna, afrakstur hvers og eins, tímafjölda, kostnað sveitarfélagsins og allar ber upplýsingar sem þarf til að meta ávinning þessara veiða. Nefndin mun i ljósi þeirra upplýsinga, álykta um fyrirkomulag veiða næsta árs.
Formanni falið að útvega þessar upplýsingar og leggja fyrir fund nefndarinnar i haust.

Samþykkt samhljóða.
    b. Reglur um refa- og minkaveiðar í Strandabyggð.
Farið var yfir reglurnar, hvað varða tímakaup. Spurning hvort gjaldið hafi hækkað mikið i gegnum árin. Starfið borgar sig varla lengur, miðað við vinnuframlag.

Spurt var hvort Strandabyggð væri með veiðistjóra. Virðist svo ekki vera, en formaður kannar málið.


Gjaldskrá Strandabyggðar er í takt við viðmið Umhverfisstofnunar, nema greiðsla fyrir ref er 1000 kr. hærri og fyrir yrðlinga er greitt 400 kr meira. Umræða spannst um tímakaup Umhverfisstofnunar, sem er undir lágmarkslaunum. Eins var rætt um mikilvægi þess að hæfir einstaklingar séu ráðnir til verksins, enda ganga menn vopnaðir um lönd íbúa.

Nefndin kallar eftir upplýsingum um gjaldskrár í öðrum sveitarfélögum og vill meta núverandi gjaldskrá út frá því, sem og í ljósi þeirra upplýsinga sem kallað er eftir í lið a. Formanni falið að skoða gjaldskrár annara sveitarfélaga.

Nefndin vill skoða réttlætingu kostnaðar sveitarfélagsins, í ljósi þeirra verðmæta sem verið er að verja.

Nefndin leggur til að reglur um minka- og refaveiðar séu endurskoðaðar, m.t.t. fyrirkomulags minkaveiða. Taka skal þar mið af viðmiðum og texta Umhverfisstofnunar. Formanni falið að forvinna málið.

Samþykkt samhljóða

2. Viljayfirlýsing um hótelbyggingu — til kynningar

Formaður rakti áform og innihald viljayfirlýsingar. Lagt fram til kynningar.

3. Fjallskilaseðill 2023 —til kynningar.

Drög að fjallskilaseðli rædd og formanni falið að klára endanleg drög og senda á leitarstjóra, til lokafrágangs.

Samþykkt samhljóða

4. Girðingarmál —til kynningar

Formaður sagði frá umræðu á fundi með bændum um lagfæringu girðingar. Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál.

a. Fram kom sú tillaga að sveitarstjórn sendi bréf á matvælaráðuneytið og mótmælti breytingum og ófaglegum vinnubrögðum ráðuneytisins varðandi fyrirkomulag grásleppuveiða. Skal bar leggja áherslu á að ekki sé hægt að breyta fjölda daga eftir að fyrsti bátur klárar uppgefna daga og dregur upp netin. Engin sanngirni sé í því, og með þessu sé ráðuneytið að laska eigið regluverk. Jafnframt átti sveitarstjórn að taka skýra afstöðu með kvótasetningu grásleppu.

Nefndin beinir þessu til sveitarstjórnar til afgreiðslu á næsta fundi hennar, 13.6.

Samþykkt samhljóða.

b. Einnig kom fram ábending til sveitarstjórnar um mikilvægi þess að kalla eftir slitlagi á vegi í dreifbýli, sérstaklega bar sem ferðaþjónusta er í vexti. Þá var bent á þörfina fyrir svifryksmengunarmælingar og mikilvægi þess að Heilbrigðiseftirlitið komi slíkum mælingum í framkvæmd.

Formanni falið að koma málum í viðeigandi farveg.

Samþykkt samhljóða.

c. Umræða spannst um mikilvægi þess að kynna betur Kaldalón sem áfangastað, og um leið að bæta öryggismál bar og á fleiri slíkum stöðum. Þar er t.d. ekkert símasamband. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að beita sér fyrir úrbótum og þrýsta á viðeigandi aðila hvað þær varðar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð yfirfarin og samþykkt. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18.58.

Þorgeir Pálsson

Björk Ingvarsdóttir

Henrike Stühff

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Þórður Halldórsson

Ólöf Katrín Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs

 



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón