A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd 17. ágúst 2021

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 17. ágúst 2021, kl. 20:00, í ráðhúsi Strandabyggðar, Hafnarbraut 25 á Hólmavík. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar. Mættir nefndarmenn voru Pétur
Matthíasson formaður, Hlíf Hrólfsdóttir, Jón Jónsson og Valgeir Örn Kristjánsson varamaður fyrir Barböru Ósk Guðbjartsdóttur sem boðaði forföll. Ekki voru fleiri mættir.

Fundardagskrá er svohljóðandi:<

1. Fjallskilaseðill 2021
2. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár:

1. Fjallskilaseðill 2021
Rætt um Fjallskilaseðil ársins 2021 og gerðar fáeinar breytingar á fyrirliggjandi drögum. Lagt til að leitarsvæði E.1. Bunguleit og Nónfjallsleit yrði felld niður sem sjálfstætt leitarsvæði og sameinað öðrum svæðum og lýsingar þeirra lagfærðar.
Formanni nefndarinnar falið að ganga frá lausum endum, hvað varðar skilarétt í Bitrufirði, og birta seðilinn í framhaldi af því.

2. Önnur mál
Ekki voru lögð fram önnur mál að þessu sinni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 20:55.


Pétur Matthíasson
Jón Jónson
Valgeir Örn Kristjánson
Hlíf Hrólfsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón