A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 9. febrúar 2017

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9/2/2017 kl. 16:00, á skrifstofu sveitarstjóra í Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, og Sverrir Guðmundsson. Matthías Lýðsson kemur í stað Jóhanns L. Jónssonar sem boðaði forföll. Boðaður áheyrnarfulltrúi mætti ekki til fundar. Andrea K. Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Hafnarmál
    1. Opnun hafnar
    2. Ástand hafnar
  2. Dreifbýlismál
    1. Nýbygging réttar í Skeljavík
  3. Önnur mál

 

Gengið var til dagskrár:

  1. Hafnarmál
    1. Opnun hafnar - Farið yfir opnunartíma og afkomu hafnar, tap á höfn undanfarin ár. Skýrist af ýmsu, s.s. færri bátakomum ofl. Leita þarf leiða til að auk tekjur fremur en að skerða þjónustu
    2. Ástand hafnar – Höfnin er víða of grunn  bátar sitja fastir á fjöru. Fundarmenn leggja það til að óskað verði eftir því við Samgöngustofu að höfn verði dýptarmæld og farið verði í dýpkun hafnar hið fyrsta.
    3. Önnur mál varðandi höfn – Möguleg staðsetning olíuafgreiðslu. Til greina kemur núverandi staðsetning, á stóru bryggjunni eða t.d. á móts við vigtarskúr (útbúa aðstöðu).
  2. Dreifbýlismál
    1. Nýbygging réttar í Skeljavík – Núverandi rétt í Skeljavík er ónýt. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 4 milljónum í nýbyggingu réttar. Hægt er að nota teikningar af Kirkjubólsrétt en þarf þó að staðfæra. Haraldur lagði fram tillögu að teikningu. Fundarmenn leggja til að farið verði í byggingu nýrrar réttar í Skeljavík á þeim stað sem sú gamla er.
    2. Önnur mál varðandi dreifbýlismál – Skógræktargirðing á Víðidalsá. Gera þarf hlið á girðingu sem liggur á milli Víðidalsár og Húsadalsá. Fundarmenn leggja það til að starfsmenn áhaldahúss verði fengnir til að gera umrædd hlið í samráði við leigutaka skógræktarlands og  fjallkónga.
  3. Önnur mál
    1. Umræða um stöðu ljósleiðaramála í Strandabyggð

Fundi slitið kl. 17:19

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón