A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 6. júní 2017

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 6. júní 2017, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

 

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar: Haraldur V. A. Jónsson, Jóhann L. Jónsson, Sverrir Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir og Guðrún E. Þorvaldsdóttir.
Sverrir Guðmundsson mætti ekki til fundarins.

Kristbergur Ómar Steinarson er boðaður sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar. Hann boðaði forföll en Kristín Lilja Sverrisdóttir mætti í hans stað.

Sigurður M. Þorvaldsson forstöðumaður áhaldahúss er boðaður undir fyrsta lið varðandi hafnarmál.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Hafnarmál – Sigurður Marinó upplýsir um helstu mál varðandi höfnina
    Vegagerðin mun koma með bát og dýptarmæla höfnina.
    Fulltrúi frá Olís kemur næstu daga til að undirbúa uppsetningu á nýrri olíudælu og tank á höfnina.
    Strandveiðar hafa farið hægt af stað og gefist illa. Fjöldi strandveiðibáta er svipaður og síðasta ár.

  2. Erindi frá Sauðfjárræktarfélagi Reykhólahrepps varðandi útburð á æti til vetrarveiði á ref
    Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd þakkar fyrir erindi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps varðandi útburð á æti til vetrarveiði á ref. Í Strandabyggð eru í gildi reglur um refaveiði sem fjalla m.a. um útburð á æti og vísast til þeirra.

  3. Ný Skeljavíkurrétt – skipulag og undirbúningur
    Haraldur lagði fram teikningardrög af nýrri Skeljavíkurrétt og samþykkir nefndin þau.

  4. Önnur mál

Engin önnur mál

 

Fundi slitið kl. 17:13

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón