A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Svar viđ bókun á sveitarstjórnarfundi 1360

13. apríl 2024 | Ţorgeir Pálsson

 Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á síðasta sveitarstjórnarfundi veittist Matthías Sævar Lýðsson harkalega að oddvita og meirihluta sveitarstjórnar.  Lagði hann fram bókun í nafni A lista og síðan aðra bókun í eigin nafni.  Umræðu og bókanir um þennan lið í dagskránni má lesa í fundargerð fundarins, sem nú er á heimasíðu sveitarfélagsins: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/sveitastjorn/Sveitarstjornarfundur_nr_1360_9_april_2024/

Tildrög þessarar umræðu eru þau að á vinnufundi sveitarstjórnar í febrúar, þar sem umræða um úthlutun byggðakvótans fór fram, lýstu Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir því skýrt yfir, að þau væru vanhæf til að koma að gerð umsagnar sveitarstjórnar um úthlutun kvótans, vegna persónulegra tengsla við umsækjendur sem tengjast Vissu útgerð ehf og eignatengsla Matthíasar í Fiskvinnslunni Drangi ehf á Drangsnesi.  Í því ljósi, boðaði ég varamenn þeirra á aukafund sveitarstjórnar, þar sem sveitarstjórn skyldi veita umsögn við ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun á 500 tonna sértækum byggðakvóta.  Var haft samráð við lögfræðing sveitarfélagsins um þessa fundarboðun.  Matthías Sævar Lýðsson, sem þó hafði rækilega lýst sig vanhæfan, bregst illa við, sendir inn kvörtun til innviðaráðuneytisns og leggur fram ábendingu um meinta ólöglega stjórnsýslu.  Ráðuneytið bregst hratt við, skrifar til oddvita og veitir 24 tíma frest til að útskýra lagalegar forsendur fundarboðunarinnar.  Oddviti frestaði umræddum aukafundi, sendi ráðuneytinu greinargerð og boðaði nýjan fund, þar sem aðal- og varamenn í sveitarstjórn fá allir fundarboð og fundargögn.  Þar með var Matthías Sævar Lýðsson, sem rækilega hafði undirstrikað vanhæfi sitt, vegna tengsla við tvo af þremur umsækjendum, kominn með ákvörðun Byggðastofnunar í hendur.  Ráðuneytið telur, að réttur kjörinna fulltrúa til aðgengis að fundargögnum, vegi þarna meira en augljóst vanhæfi þeirra til að fjalla um málið.  Um þetta má sjáfsagt deila.  Fulltrúar A lista, véku síðan báðir af fundi og inn kom einn varamaður A lista. 
 

Ráðuneytið svarar síðan greinargerð oddvita og er ljóst að innviðaráðuneytið setur út á stjórnsýslu oddvita hvað boðun sveitarstjórnarfundar nr. 1359 varðar.  En, jafnframt er ljóst að ráðuneytið sér ekki ástæðu til að skoða neitt frekar stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna þessa, þar sem nýr fundur hafi verið boðaður.  Síðan vill ráðuneytið þó vita, af hverju fundurinn hafi verið boðaður sem lokaður fundur.  Það hefur verið gert áður í sveitarstjórn Strandabyggðar, að þar sem aðeins eitt mál er á dagskrá fundar og það mál er trúnaðarmál, er fundurinn auglýstur sem lokaður.  Á umræddum fundi, bókaði sveitarstjórn síðan að fundurinn væri lokaður, eins og lög gera ráð fyrir.  Verður ráðuneytinu svarað formlega hvað þetta varðar.

Þetta eru í raun tildrög þessa máls. Vegna umræðu í samfélaginu er síðan rétt að undirstrika, að Strandabandalagið hefur ávallt óskað Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum til hamingju með kvótann, og hefur oddviti með skrifum sínum á heimasíðu sveitarfélagsins, að auki hvatt til samstöðu og stuðnings þeim til handa, þannig að þau nái að veiða og vinna þennan kvóta.  Enginn vill að þetta mistakist, amk ekki innan Strandabandalagsins. 

Það, að Strandabandalagið hafi bókað vonbrigði með að ekki hafi náðst saman með heimamönnum og Stakkavík, er alls ekki það sama og að Strandabandalagið sé ósátt við að Vissa útgerð ehf og samstarfsaðilar hafi fengið kvótann.  Þeir sem halda slíku fram, hafa annað hvort ekki lesið bókun Strandabandalagsins og pistil oddvita, eða kosið að snúa þar út úr og skrumskæla sannleikann. 

Og þá að bókun Matthíasar.  Á síðasta sveitarstjórnarfundi lagði Matthías sem sagt fram bókun og kallaði eftir svari mínu við henni.  Við þeirri ósk mun ég ekki verða.  Nú er komið nóg af deilum og ósætti úr fortíðinni og Matthías og A listinn og þeirra bakland, verða einfaldlega að lifa við það að þessi dans er á enda.  Það hefur allt of mikil orka, tími og fjármagn íbúa Strandabyggðar, farið í þessar deilur.  Nú, bráðum tveimur árum eftir kosningar, er mál að linni.  Þetta hefur tekið sinn toll af mörgum, andlegan og líkamlegan, skaðað ímynd okkar og lífsgleði og ég segi stopp hér og nú. 

 

Ég vil frekar nýta minn tíma í uppbyggilega umræðu, t.d. með Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum um það, hvernig fiskvinnsla muni rísa á Hólmavík, hvað mörg störf hún muni skapa, skoða aukin umsvif hafnarinnar í kjölfarið o.s.frv.  Ég vil einnig nýta minn tíma í umræður og samskipti um það hvernig við getum eflt annað atvinnulíf, rætt það t.d. hversu mikil margfeldisáhrif nýtt hótel á Hólmavík muni hafa o.s.frv.  Ég vil ræða uppbyggingu grunnskólans, nýja skólastefnu, eflingu dreifnáms og markmiðasetningu í okkar kennsluháttum.  Við getum rætt um nýsköpun í menningu, ferðaþjónustu, almennum iðnaði.  Við getum rætt um þau miklu tækifæri sem felast í eflingu Sorpsamlags Strandasýslu.  Við þurfum að ræða það hvernig getum við haldið í og tryggt viðunandi heilbrigðisþjónustu, samgönguúrbætur, fjarskiptamál og við þurfum að ræða þau tækifæri sem Strandabyggð hefur í orkuframleiðlsu, ofl ofl.

Við vorum kosin til þess að sinna þessum verkefnum, skapa ný tækifæri og efla Strandabyggð.  Og það er sú vinna sem við eigum að einblína á og verja okkar tíma, orku og fjármunum í.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

 

Starfsmannabreytingar á skrifstofu Strandabyggđar

09. apríl 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir

 

Heiðrún Harðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar og hefur störf núna í byrjun maí. Á hennar verksviði verður afgreiðsla erinda, innheimta, móttaka innsendra reikninga og bókhald ásamt verkefnastjórn í ýmsum verkefnum sem snúa að opinberri stjórnsýslu og ferðamálum.

 

Heiðrún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Heiðrúnu velkomna til starfa.

Vikan ađ baki

08. apríl 2024 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Nokkrar línur um sum þeirra mála sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.  

 

Sértækur byggðakvóti

Eitt stærsta mál síðari tíma í atvinnulífi Strandabyggðar held ég að verði að teljast úthlutun Byggðastofnunar á 500 tonna sértækum byggðakvóta til sveitarfélagsins.  Öllum eru að ég held ljóst, hversu mikið tækifæri þetta er fyrir sveitarfélagið, hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar.  Og það var því viðbúið að málið yrði mikið rætt í samfélaginu og jafnvel umdeilt, enda skiptar skoðanir á því hvernig hagsmununir sveitarfélagsins yrðu best tryggðir.  Rétt er að minna á að þessum kvóta er ætla að efla fiskvinnslu á Hólmavík og skapa störf og verðmæti í Strandabyggð.  Kvótinn er eyrnamerktur Strandabyggð og hefur það verið ítrekað af Byggðastofnun.

 

Nú liggur niðurstaðan fyrir.  Vissa úrgerð ehf og samstarfsaðilar urðu fyrir valinu.  Þá þurfum við að leggja mismunandi skoðanir okkar til hliðar og styðja við þann hóp, sem nú tekur við þeirri ábyrgð sem Byggðastofnun útdeilir með þessum kvóta og við verðum að hvetja þau áfram og vona að þeim gangi vel að skapa öll þau störf sem um ræðir, en samkvæmt gögnum Byggðastofnunar mun vinnslan skapa 13 störf.  Einnig er mikilvægt að verkefnið skapi þau verðmæti sem þessi kvóti felur í sér fyrir sveitarfélagið.  Um það snýst jú málið, að efla sveitarfélagið.

 

Félag fagfólks í frístundaþjónustu

Þrír stjórnarmenn Félags fagfólks í frístundaþjónustu heimsóttu Hólmavík sl. föstudag.  Sveitarfélagið bauð þeim hingað í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim með hvaða hætti við hér í Strandabyggð stöndum að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og frístundastarfs barna og unglinga.  Hingað til höfum við verið í þeirri trú að hér sé unnið af heilhug og fagmennsku að þeim málum, en félaginu hafði engu að síður borist ábending frá foreldrafélgi grunnskólans um að hér væri ekki nægilega faglega staðið að málum.  Áttum við mjög góðan dag saman, þar sem við heimsóttum grunnskólann, Ozon og íþróttamiðstöðina auk þess sem við fengum okkur súpu á Galdrasafninu, sem klikkar aldrei.  Þessi heimsókn er vonandi upphafið að frekari samvinnu við Félag fagaðila í frístundaþjónustu.

 

Framundan er síðan fundur sveitarstjórnar og foreldrafélagsins, þar sem samskipti og samvinna verða til umræðu.  

 

Viðgerðir á grunnskólanum

Verkinu miðar vel og þessa dagana eru margir verktakar að störfum. Margt hefur tekið lengri tíma en áætlað var og erfitt er oft að fá aðföng á tíma  En, allt stefnir þetta í rétta átt.  

 

Þó það hjálpi okkur ekkert, þá erum við alls ekki ein í þessum vanda.  Nú hefur vandi Kópavogsbæjar verið í umræðunni, en þar er komin upp mygla í skóla í byggingu, Kársnesskóla sem má lesa um hér: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-07-baejarstjori-kopavogsbaejar-telur-ad-rett-hafi-verid-brugdist-vid-grafalvarlegri-stodu-karsnesskola-409525 .

Í tengslum við fréttir af því, hefur verið rifjað upp að helmingur sveitarfélaga í landinu glímir við mygluvanda í skólum.  Ástæður þessa vanda um allt land eru margvíslegar og ekki endilega tengdar aldri bygginga, að því er kemur fram í frétt á RÚV sem fylgir hér síðar, en þar segir m.a.: "Ástæður eru alls kyns eins og efnisval, óvandaðar framkvæmdir, skortur á viðhaldi ".  Þá er þekkt að víða skortir loftræstikerfi, eins og t.d. hér á Hólmavík, en slíkt kerfi hefur aldrei verið í grunnskólanum

 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-07-mygladir-skolar-i-helmingi-sveitarfelaga-landsins

 

Strandanefndin

Nú er starfandi nefnd sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra skipaði, Strandanefndin.  Nefndin, sem hittist vikulega ef hægt er, hefur unnið vel, hitt alþingismenn, fulltrúa fyrirtækja og stofnana og byrjað er að stilla upp sviðsmyndum sem byggja m.a. á hugsanlegum sameiningum sveitarfélaga.  Lögð er áhersla á að koma fram með skýrar tillögur og óskir til stjórnvalda, og auka þannig líkurnar á aðgerðum og fjárhagslegum stuðningi. 

 

Katrín Jakobsdóttir kom hingað í heimsókn í vikunni fyrir páska, og hitti oddvita og kjörna fulltrúa sveitarfélaganna sem um ræðir og aðra sem koma að vinnu nefndarinnar, auk þess að skoða Vissu útgerð ehf, Heilsugæsluna, grunnskólann og Galdur brugghús. 

 

Þessi nefnd er mjög mikilvæg fyrir Strandir og okkur í Strandabyggð.  Við erum og verðum þjónustukjarni svæðisins og í allri þeirri uppbyggingu sem við sjáum fyrir okkur; í ferðaþjónustu, sjávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum, verðum við að muna að passa upp á að halda í og styrkja alla helstu innviði svæðisins, eins og heilbrigðisþjónustu, samgöngur o.s.frv.

 

Það eru mörg önnur mál í gangi í Strandabyggð þessa dagana.  Úthlutun styrkja úr Sterkum Ströndum er t.d. á næsta leyti og það verður forvitnilegt að sjá þar hvaða nýsköpun í atvinnu- og menningarlífi fær brautargengi.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

 

 

 

 

 

 

 

Sveitarstjórnarfundur nr. 1360 hjá sveitarstjórn Strandabyggđar

05. apríl 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Fundur nr. 1360 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

 1. Innviðaráðuneytið 21.mars 2024, IRN24030139 ábending um meinta ólögmæta stjórnsýslu við boðun sveitarstjórnarfundar 21.mars 2024 ásamt greinargerð Strandabyggðar og svari Innviðaráðuneytis frá 5. apríl 2024
 2. Áskorun til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis v. samgönguáætlunar
 3. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 2. Apríl 2024, beiðni um umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Galdri brugghúsi
 4. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar
 5. Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050, Skipulags- og matslýsing
 6. Forsætisráðuneytið,kynning á dagskrá í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 erindi frá 7. mars 2024
 7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 81 frá 8. apríl 2024
 8.  Vinnuskýrsla sveitarstjóra í mars
 9. Aðalfundarboð Fiskmarkaðs Hólmavíkur 10. apríl 2024 ásamt fundargerð stjórnar frá 23.mars 2024
 10. Boð á Fjórðungsþing 10. apríl 2024 ásamt ársreikningi Fjórðungssambands Vestfjarða 2023
 11. Náttúrustofa Vestfjarða fundargerðir nr. 146 frá 16. Febrúar 2024 og nr. 147 frá 18. mars 2024 ásamt ársreikningi 2023
 12. Byggðasamlag Vestfjarða, stjórnarfundur 18. mars 2024
 13. Samband sveitarfélaga, fundargerðir nr. 945 frá 28. Febrúar og 946 frá 15. Mars 2024

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Jón Sigmundsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 5. apríl

Þorgeir Pálsson oddviti

Sumarstörf hjá Strandabyggđ - Framlengdur umsóknarfrestur

02. apríl 2024 | Bára Örk Melsted

Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega. Framlengdur umsóknarfrestur er til 14. apríl 2024. 

Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli 
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
-Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér

Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
-Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
-Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)


Velferðarþjónusta
-Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst. 
-Liðveisla barna, hlutastarf í félagsþjónustu
Frekari upplýsingar veitir Soffía Guðrún Guðmundsdóttir Félagsmálastjóri felagsmalastjori@strandabyggd.is


Fræðslustofnanir
-Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf á leikskóla. Leikskóli er lokaður vegna sumarleyfa 27.júní-6. ágústUmsóknarfrestur er til miðnættis 1. apríl 2024 og sótt er um (apply here) hér í gegnum microsoft forms eða á eyðublöðum sem finna má hér til að senda í tölvupósti (strandabyggd@strandabyggd.is) eða skila inn á skrifstofuna hjá okkur. 


English version

Strandabyggð Municipality, announces the following openings for summer jobs: 

Sports-center, camping site and work school 
• We seek summer assistance at the sport-center and camping site. All applicants must be 18 of age and have passed the Swimming pool guards tests
• Manager of work school summer projects and environmental projects. Will mostly take place in June.


Municipality Property Center
- Strandabyggð is offering a position as a general worker at the Municipality Property Center
- Tasks will include, but are not limited to; general work, gardening, property repair, catch registration at the harbor (special licenses required) and garbage and waist collection, sorting and packing (extended driving licenses and others required).


Social services
- Management of staff in the program work with assistance. One position is available from june to mid August. 
- Part time assistance for children with special needs 
For more information contact Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, head of social servicesfelagsmalastjori@strandabyggd.is 


Educational Institutions
- Kindergarten: Temporary position from May – August. The kindergarten is closed from June 27th to August 6st

 

Extended deadline for applications is until 14. April 2024 here trough microsoft forms or by filling out form here and submitting by email (strandabyggd@strandabyggd.is) or at our officesLaus stađa deildarstjóra í leikskólanum Lćkjarbrekku - Lengdur umsóknarfrestur

02. apríl 2024 | Bára Örk Melsted

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í leikskólann Lækjarbrekku. Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík er samrekinn leik-grunn- og tónskóli með um 40 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla. Í leikskóladeildinni eru tveir hópar, eldri og yngri.

 

Áhersla er á samstarf milli leik- og grunnskóla og flæði starfsfólks og sameiginlega þátttöku í ýmsum verkefnum. Fylgt er uppeldisstefnu jákvæðs aga. Skólinn er grænfánaskóli og stefnir að því að vera heilsueflandi skóli. Um er að ræða 100% starf.

Framlengdur umsóknarfrestur er til 16. apríl 2024. Sótt er um hér.

 

Helstu verkefni deildarstjóra:

 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn skólastjóra.
 • Stýrir faglegu starfi deildarinnar
 • Ber ábyrgð á daglegri stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar

Helstu kröfur um menntun og hæfni:

 • Starfsleyfi sem leikskólakennari eða önnur uppeldis- eða kennaramenntun
 • Reynsla af starfi á leikskóla
 • Stjórnunarreynsla og reynsla af mannaforráðum
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 • Hreint sakavottorð

Dreymir þig um hæglátari lífstíl? Fallega náttúru í bakgarðinum og að tilheyra í litlu samfélagi? Strandabyggð skiptist í Hólmavík og dreifbýlið og er ríflega 420 manna samfélag og þjónustukjarni miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Á Hólmavík er öll grunnþjónusta til staðar, en sömuleiðis er margt spennandi fram undan. Þá má helst nefna fyrirhugaða hótelbyggingu, atvinnuuppbyggingu, nýtt íbúðarhverfi, unnið er að endurbótum á grunn- og leikskóla og svona mætti lengi telja.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 

 

Nánari upplýsingar veita Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, netfang skolastjori@strandabyggd.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi, stefania@hagvangur.is

Strandir.is - fréttir

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Svipmyndir

Vefumsjón