A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf námsmanna í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. maí 2020

Við viljum vekja athygli námsmanna á því að nokkur störf eru í boði fyrir námsmenn í sumar. 

Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytið hafa sett af stað átak til að efla sumarvinnu námsmanna.  Átakið er unnið í samvinnu við sveitarfélögin í landinu.

Strandabyggð auglýsir mér með eftir starfsmanni til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins, í eftirtalin verkefni:
  • Skjalavistun, greining og flokkun gagna á skrifstofu
  • Önnur tilfallandi störf á sviði upplýsingamála.
Átakið snýr að námsmönnum sem eru 18 ára á árinu og eldri. Námsmenn þurfa að vera í námi á milli anna. Það er: hafa stundað nám á vorönn og halda áfram námi að hausti. Námsmenn þurfa að skila inn staðfestingu frá skóla að viðkomandi sé námsmaður á milli anna.

Vantar þig sumarstarf?  Hafðu samband.  Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í síma 451-3510 eða 899-0020.  Umsóknum skal skilað í rafrænu formi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir  miðnætti 5. júní n.k.

Vestfjarðastofa auglýsir tvö til þrjú sumarstörf handa námsmönnum sem hluta af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.

Skilyrði og forsendur:
Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).
Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu.
Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

Störfin sem auglýst eru snúa annars vegar að kortlagningu og skrásetningu áningarstaða á nýrri ferðamannaleið, Vestfjarðaleiðinni. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. Hins vegar er auglýst eftir sumarstarfsmanni sem myndi kortleggja göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í tengslum við Vestfjarðaleiðina. Í því starfi felst að safna gps upplýsingum, skrifa leiðarlýsingar og skrá grunnupplýsingar. Jafnframt myndi starfsmaðurinn vinna að undirbúningi umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Viðkomandi getur unnið á eða í tengslum við einhverja af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2020.
https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/sumarstorf

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu
 
Vinna við að flokka og merkja skjöl og gögn jafnt á pappír sem og rafræn gögn og eftir atvikum létta undir með öðrum starfsmönnum við embættið við ýmis verkefni og viðvik. Um 50% starfshlutfall er að ræða.
https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=5469

Rannsóknarstofnun Háskólans í þjóðfræði auglýsir eftri 3 sumarstarfsmönnum 

  • Aðstoð við rannsókn: Ímynd og sjálfsmynd. 
  • Rannsóknaverkefni: Vestfirska þjóðtrúarfléttan. 
  • Átthagafræði og gamlar ljósmyndir á Hólmavik.

http://rannsoknasetur.hi.is/sumarstorf_vid_rannsoknasetur_haskola_islands_0?fbclid=IwAR2i0mHzzQKkKP1mOth6h7TVQRK_xty-E70e9_kY5XzkAnEFp5PNsgU68ls


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón