A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kynning vegna kosninga - Ingibjörg Benediktsdóttir

| 22. maí 2018

Ég heiti Ingibjörg Benediktsdóttir og býð mig fram í sveitarstjórn Strandabyggðar. Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Ég er með BA í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri og hóf NPA nám eða nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ en hef ekki lokið því. Eiginmaður minn er Sverrir Guðmundsson lögreglumaður og við eigum 5 börn frá aldrinum 9-20 ára. Ég er fædd og uppalin á Hólmavík en flutti í burtu eins og svo margir þegar ég fór í framhaldsskóla. Ég flutti hingað aftur árið 2007 og hér ætla ég að búa.

Ég hef verið aðalmaður í sveitarstjórn síðasta kjörtímabil en var fyrsti varamaður kjörtímabilið á undan. Árið 2014 stofnaði ég E-lista Strandamanna og hafði hug á að bjóða fram með lista nú í ár. Með mér í efstu sætum voru Guðfinna Hávarðardóttir gæðastjóri hjá Hólmadrangi og bóndi í Stóra-fjarðarhorni og Pétur Matthíasson sjómaður búsettur í Lækjartúni 17. En eins og hlutirnir þróuðust þá varð úr að óhlutbundin kosning verður í sveitarfélaginu í fyrsta skipti síðan 1982 (þá ósameinað).

Það sem ég stend fyrir eru grunngildi í stefnu E-listans. Sem er gagnsæi í stjórnunarháttum, ábyrgð og traust í rekstri sveitarfélagsins. Ég stend fyrir auknu upplýsingaflæði og lýðræðislegri stjórnunarháttum. Það þarf að styrkja ímynd Strandabyggðar og nýta aðstæður til uppbyggingar.

Það sem ég meina er að það sem er nú þegar hjá okkur þarf að styrkja. Það þarf að laða að fyrirtæki, sérstaklega í ferðaþjónustu. Það er ekki í höndum sveitarfélagsins og setja á stofn fyrirtæki en það er hægt að auðvelda einstaklingum ferlið og minnka kostnað.

Það þarf að halda áfram vinnu við að koma á hitaveitu. Fyrst og fremst þarf að klára athuganir á því hvort það gangi upp yfir höfuð. En þau svör eigum við eftir að fá. Ég vill að hitaveita verði í eigu sveitarfélagsins.

Það þarf að uppfæra vef sveitarfélagsins sem er eitt öflugasta kynningarleið okkar. Koma á virku viðburðardagatali og íbúagátt. Íbúahandbók þar sem ítarlegar upplýsingar verða aðgengilegar á netinu. Einnig verður stuttur bæklingur afhentur nýjum íbúum, jafnvel á fleiri tungumálum en íslensku. Teknar verði saman lausar atvinnu- og iðnaðarlóðir og þær lóðir kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Sveitarfélagið okkar á að vera eftirsóknarverður og fjölskylduvænn búsetukostur með heilnæmu og aðlaðandi umhverfi. Það þarf átak í hreinni og fallegri byggð og að opin svæði verði snyrtilegri og bæti ásýnd bæjarins. Ég vill að gerðir vera göngustígar í öruggri fjarlægð frá þjóðvegi. Göngustíg sem tengir Óshringinn og göngustíg að Skeljavík. Það þarf að koma upp góðu útisvæði með leiktækjum fyrir fjölskyldufólk og ærslabelg við tjaldsvæðið.

Hanna þarf og skipuleggja opin svæði ásamt lóðum sveitarfélagsins svo sem leikskóla, tjaldstæði og íþróttavöll. Gera verk og fjárhagsáætlun í framhaldinu af hönnun, framkvæma hluta á hverju ári þannig að hægt verði að vinna eftir ákveðnu skipulagi í hreinsun og útliti bæjarins.

Mikilvægt er að móta stefnu í atvinnumálum sem sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins vinna eftir. Greina stöðuna og gera aðgerðaráætlun, stefna þar sem framkvæmd og eftirfylgni er lykilatriði í takt við fjárhagsáætlanir. Við mótun aðgerða verði horft til svæðisskipulags,  aðalskipulags, stefnumótun Strandabyggðar 2016-2021 og Umhverfisvottunar Vestfjarða en einnig ræða við fólk í atvinnulífinu um atvinnuþróun.

Til þess að þetta geti orðið þarf að breyta ábyrgð atvinnu- hafnar og dreifbýlisnefndar og koma á samvinnu við atvinnulífið. Athafnasvið mun þá bera ábyrgð á á fylgja eftir þessari stefnu og vinnu. Það er því mikil ábyrgð sem mun hvíla á nefndinni og fylgjast þarf með framvindu stefnunnar a.m.k. tvisvar á ári. Þá er kannað hvernig ábyrgðaraðilar hafa sinnt sínum málum,
hvort verkefnin séu framkvæmd og hvernig miðar þeim miðað við tímalínu. Skrifleg samantekt er síðan skilað til sveitarstjórnar og gerð sýnileg á vef sveitarfélagsins.

Ég gæti skrifað mjög langan pistil um allt sem mig langar til að gera. Það eru mörg smáatriði sem ég hef í huga sem kosta ekki mikið sem ég mun beita mér fyrir. Stundum þarf að breyta til að bæta. En til þess að það geti orðið þarf fólk að standa saman og vinna saman í sömu átt. Þess vegna tel ég kjósandi góður að nú er mikilvægt að næsta sveitarstjórn verði samstíga.

Ingibjörg Benediktsdóttir

Vitabraut 1

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón