A A A

Valmynd

Fréttir

Ţakkir

| 03. júlí 2019
Kæru íbúar og gestir Hamingjudaga 2019
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir bakstur, aðstoð, vinnu, leik, skemmtun og gleðilega samveru á Hamingjudögum 2019.
Á næsta ári verða þeir að öllum líkindum helgina 26. - 28. júní ykkur til upplýsingar.
Hamingju- og þakkar kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi

Hnallţórukeppni

| 03. júlí 2019
Hamingjukaka í barna-og unglingaflokki, Marinó Helgi Sigurđsson
Hamingjukaka í barna-og unglingaflokki, Marinó Helgi Sigurđsson
« 1 af 2 »
Hnallþóruhlaðborð var í boði fyrir alla á Hamingjudögum um síðustu helgi. Keppt var um "Hamingjusömustu" kökuna í barna- og unglingaflokk og svo fullorðins flokk. Sigurvegarar keppninnar voru að þessu sinni
í barna- og unglingaflokk: 
Marinó Helgi Sigurðsson
Í fullorðinsflokki:
Helga Gunnarsdóttir

Við þökkum öllum þeim er lögðu hönd á plóg við bakstur og aðstoð við hlaðborðið krlega fyrir hjálpina, takk

Brekkusöngur

| 28. júní 2019
í kvöld kl. 19.30 - 20:30 verður brekkusöngur við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal

Kristján Sigurðsson sér um að leiða fjöldasöng. Mætum öll og tökum vel undir sönginn.

Hamingjudúllur

| 28. júní 2019

 

 

Dúllurnar verða með létta stofutónleika í Víkurtúni 2 laugardaginn 29. júní, kl. 21.00.  Allir velkomnir!

Hamingjudagar dagskrá í dag

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. júní 2019
« 1 af 2 »
Hamingjudagar nálgast óðfluga og er fyrsti viðburðurinn í dag en þá er námkskeið í Náttúrubarnaskólanum og auðvitað er hamingjuþema. Síðan verður Polla og pæjumót á grundunum.  Í kvöld verða síðan stórtónleikar með Heiðu okkra Ólafs sem væntanlega mun flytja lög af nýjum diski sínum.  Virkilega gaman að Heiða taki þátt í Hamingjudögum.

Við munum dreifa dagskrá í hús á Hólmavík í dag en einnig er hægt að nálgast dagskrár hér í pdf og prenta út.

Harley Davidson klúbburinn

| 25. júní 2019
Því miður eru breytingar á ferðaplani klúbbsins því verður ekkert af sýningu hjólana að þessu sinni á Hamingjudögum.
kveðja tómstundafulltrúi

Dagskrá Hamingjudaga 2019

| 24. júní 2019

Dagskrá Hamingjudaga 2019

27.júní fimmtudagur

Kl. 13:00 – 17:00     Hamingjunámskeið, Náttúrubarnaskóli, Sauðfjársetrið Sævangi

Kl. 17:00                Polla- og Pæjumót, fótboltamót HSS á Grundunum

Kl. 21:00                Tónleikar, Heiða Ólafsdóttir ásamt gestum í Bragganum

 

28.júní föstudagur

Kl. 16:00 – 20:00     Veltibíllinn á plani við félagsheimilið

Kl. 17:00                Setning Hamingjudaga og menningarverðlaunin afhent í Hnyðju.

Kl. 19:30 – 21:00     Brekkusöngur við minnismerkið, við fjöruna í Austurtúni

Kl. 21:00                Búkalú, sýning fyrir 18+, Margréta Erla Maack í Bragganum

 

29.júní laugardagur

Kl. 8:00 – 15:45       Hamingjuhlaup, byrjað er að hlaupa frá Árnesi og endað á Hólmavík,
                           sjá nánar undir Hamingjuhlaupið

Kl. 9:00                 Hamingjumót GHÓ, Golfklúbbur Hólmavíkur, á Skeljavíkurvelli

Kl. 10:30 – 12:00     Froðubraut á Jakobínutúni við félagsheimilið

Kl. 12.10 – 13.00     Hamingjurallý – viðgerðarhlé við félagsheimili.

                           Sjá nánari tímasetningar á heimasíðu strandabyggd.is/hamingjudagar/
Kl. 13:00 - 15:00     Hólmadrangur, Drangur og Strandaskel bjóða upp á sjávaréttasúpu við Hólmadrang.

Á Galdratúninu:

Kl. 13:00               Skrúðganga úr hverfum, Hverfastjórar leiða gönguna með söng.

Kl. 13:00 – 16:00     Leiktæki

Kl. 13:00 – 17:00     Hamingjumarkaður í Hnyðju. Ýmiss varningur til sölu, fatnaður, hlutir og matur

Kl. 13:00 – 17:00     Blaðrarinn, Hann/Hún gerir allskonar skemmtilegt úr blöðrum.

Kl. 13:00 – 14:00     Véfrétt, félagar í Leikfélagi Hólmavíkur með spuna.

Kl. 13:00 – 15:30     Bakarameistari í beinni útsendingu, Strandir í verki.

Kl. 14:00 – 15:00     Útileikir fyrir alla. Enginn er of gamall til að bregða sér í leik og sprell

Kl. 15.00 - 15.20     Hljómsveitin Strandabandið tekur nokkur lög.

Kl. 15.30 – 15.40     Hnallþóruverðlaunin tilkynnt.Keppt er í 2 flokkum.

                           Hamingjukakan 2019 í fullorðins og barna og unglingaflokki.

Kl. 15.40-15.45       Móttaka hlaupara, tekið á móti hlaupurum með lófataki og fimmum.

Kl. 15:45 – 17:00     Hnallþóruhlaðborð, Hólmvíkingar bjóða gestum og gangandi til Hnallþóruhlaðborðs sem
                           engan svíkur, munið eftir diskum og glösum til að passa upp á náttúruna :)

Kl. 16:30 – 16.50     Verðlaunaafhending í Hamingjurallý  við Galdrasafn

Kl. 17:00 – 18:00     Leikhópurinn Lotta, sýnir Litlu Hafmeyjuna í Kirkjuhvamminum.
                           Árlegur viðburður á Hamingjudögum sem eykur samveru, gleði og hamingju fólks á öllum aldri.

Kl. 19:00 – 21:00     Sundlaugarpartí í sundlaug Hólmavíkur. Skemmtilegt sundlaugarpartí fyrir ungt fólk á öllum aldri

Kl. 21:00               Dúllurnar - stofutónleikar, Víkurtúni 2  
Kl. 23:00 – 03:00     Hamingjuball, Hljómsveitin Allt í Einu leikur fyrir dansi í félagsheimilinu fram á rauða nótt.
                           18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir er 3000.-

30.júní sunnudagur

Kl. 11:00                Létt útimessa í Tröllatungu

Kl. 13:00                Furðuleikar í Sævangi, árlegur viðburður í leik hins furðulega.

Hólmavíkurrallý

| 24. júní 2019

Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.

Keppnin er haldin núna þriðja árið í röð á Hamingjudögum og reiknað er með um 14 áhöfnum.  Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Þorskafjarðarheiði ásamt leiðinni um Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes.  

Viðgerðarhlé verður í Hólmavík frá 12.10 til 13.00. Viðgerðarhlé í ralli hefur þá sérstöðu að þar má oft sjá snarlegar viðgerðir þar sem jafnvel laskaðir bílar eru lagfærðir á mettíma. 

Samansöfnun og verðlaunaafhending fer fram á hátíðarsvæði Hamingjudaga að keppni lokinni.

Allar nánari upplýsingar um rallýið má nálgast á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.

Í meðfylgjandi mynd má finna tímamaster keppninnar

Heiđa og hljómsveit á Hamingjudögum!

| 05. júní 2019

Heiða og hljómsveit á Hamingjudögum!

 

Tónleikar með Heiðu Ólafs og hljómsveit í Bragganum kl.21 fimmtudagskvöldið 27. júní

 

Heiða sendi frá sér nýja plötu í mars sem inniheldur al-íslensk lög eftir hana og nokkra uppáhalds laga- og textahöfunda hennar. Hún mun leika lögin af plötunni ásamt því að telja í nokkur vel valin lög frá löngum ferli sem söngkona. Það verður heldur betur eitthvað fyrir alla í boði á þessum tónleikum og Heiða hlakkar mikið til að spila fyrir fólkið í sinni heimabyggð enda mikil Strandakona.

Miðaverð er 3500kr og miðar seldir við hurð. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.  

Golfmót á Hamingjudögum

| 04. júní 2019
Halló Halló bætist við á dagskrána á Hamingjudögum
Hamingjumót GHÓ 2019 Verður haldið á Skeljavíkurvelli laugardaginn 29. júní og hefst kl. 9.00. Nánari upplýsingar á golf.is
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón