A A A

Valmynd

Fréttir

Sigurvegarar Músíktilrauna á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 13. júní 2017
Between Mountains
Between Mountains
Hljómsveitin Between Mountains kemur frá Suðureyri Súgandafirði og Núpi í Dýrafirði og samanstendur af þeim Kötlu Vigdísi og Ásrós Helgu. 

Hljómsveitin var stofnuð snemma í mars og vann hún Músíktilraunir í byrjun apríl 2017. 

Hljómsveitin Between Mountains kemur fram á setningarhátíð Hamingjudaga í Steinshúsi föstudaginn 30. júní....
Meira

Náttúrubarnanámskeiđ međ Hamingjuţema

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 12. júní 2017

Fimmtudaginn 29. júní á milli kl. 13-17 verður Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi með náttúrubarnanámskeið með hamingjuþema!

Það er enginn vafi á því að það að vera í góðu sambandi við sitt innra náttúrubarn eykur almenna gleði og hamingju! Við ætlum að fara í gönguferð, brugga hamingjuseyði, breiða út boðskap Hamingjudaga með flöskuskeyti og margt fleira skemmtilegt!

Það kostar 3000 kr. á námskeið Náttúrubarnaskólans og eru kökur og djús innifalið svo enginn verður svangur!


Skráning er í síma 661-2213 eða á natturubarnaskoli@gmail.com

...
Meira

Zumba á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 12. júní 2017
Kristbjörg Zumbakennari
Kristbjörg Zumbakennari
Á Hamingjudögum tökum við þátt í ýmsu sem eykur hamingju okkar og lífsþrótt. Þess vegna ætlum við að fara í Zumba á Hamingjudögum. Boðið verður upp á Aqua Zumba í sundlauginni en jafnframt Zumba partý á hátíðarsvæðinu. Allir geta takið þátt í Zumba og notið sín í dansi og skemmtilegri tónlist....
Meira

Jákvćđ sálfrćđi og speki eldri borgara

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 08. júní 2017
Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, mætir á Hamingjudaga þetta árið og stendur fyrir kvikmyndasýningu auk þess að halda fyrirlestur. Ingrid er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diplóma í prektísku kvikmyndanámi.


Að vera eða ekki vera hamingjusamur (klukkustunda fyrirlestur)
Leitin að hamingjunni – heimildarmynd eftir Ingrid Kuhlman (viðtöl við eldri borgara)

...
Meira

Leikhópurinn Lotta og Ljóti andarunginn

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 06. júní 2017
Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum um allt land í sumar. Þau verða að sjálfsögðu á Hamingjudögum og sýna í Kirkjuhvamminum klukkan 17:00 laugardaginn 1. júlí. Strandabyggð öllum íbúum og gestum hátíðarinnar á sýninguna....
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 30. maí 2017
Handhafar Menningarverđlauna Strandabyggđar 2016
Handhafar Menningarverđlauna Strandabyggđar 2016
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2017.


Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til miðnættis miðvikudaginn 7. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

...
Meira

Trúbadorinn Gísli Rúnar

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 23. maí 2017

Trúbadorinn Gísli Rúnar er kannski ekki þekktasti og besti trúbbinn á landinu, en gæti hugsanlega verið sá skemmtilegasti.


Hann spilar gamla slagara í bland við nýrri lög, getur haldið uppi stuði á dansgólfinu tímunum saman en einnig búið til heljarinnar söngskemmtun ef stemning er fyrir slíku.

...
Meira

BMX brós á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 19. maí 2017
Magnús Bjarki, Anton Örn og Benedikt mæta á Hamingjudaga en saman eru þeir þríeykið BMX-BRÓS.

BMX-BRÓS mæta á Hamingjudaga 2017 og bjóða ykkur adrenalínfulla og skemmtilega BMX-sýningu. 3 hjólagarpar, hjálmakynning, mismunandi gerðir stökkpalla, hjóla-þrautabraut og Mountain Dew í boði gera daginn ævintýralegan og að sýningu lokinni fá allir krakkar að spreyta sig á hjólunum. BMX-BRÓS svara síðan öllum þeirra spurningum og sjá til þess að allir séu brosandi út að eyrum. ...
Meira

Ţátttaka á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 18. maí 2017
Ýmislegt er farið að skýrast fyrir Hamingjudaga sem haldnir verða hátíðlegir í Strandabyggð 30. júní-2. júlí.

Ljóst er að fjölmargir ætla að taka virkan þátt í hátíðinni en fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu hafa verið dugleg við að bjóða fram aðstoð sína og jafnvel skipuleggja eigin dagskráliði....
Meira

Hamingjuverk

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. maí 2017
Á Hamingjudögum 2017 verður haldin sérstök Hamingjuverkakeppni.

Um er að ræða samkeppni hvers konar listaverka sem túlka eða tengjast hamingjunni á einhvern hátt. Hér er það aðeins ímyndunaraflið sem setur ykkur skorður enda má senda inn hljóðverk, málverk, leikverk, myndband, handverk, ljóð eða hvað sem er. Allir geta tekið þátt, óháð aldri, uppruna eða hamingjustuðli.

Þátttakendur þurfa að skrá sig á sýninguna eigi síðar en 12. júní.
Verkunum þarf svo að koma til tómstundafulltrúa í síðasta lagi 26. júní.

Verkin verða sýnd í Hnyðju á Hamingjudögum þar sem gestir og gangandi kjósa sín uppáhalds verk.

Allar nánari upplýsingar fást hjá tómstundafulltrúa í síma 849-8620.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón