A A A

Valmynd

Fréttir

Unnur Malín söngvaskáld

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
« 1 af 2 »
Unnur Malín söngvaskáld mætir á ný til Hólmavíkur með gítarinn sinn. Síðast lék hún hér á menningarhátíð Stranda í verki 2019, en í þetta sinn eru það Hamingjudagar. Unnur Malín ætlar að syngja og spila lögin sín í bland við innlendar og erlendar söngperlur, þar sem einstök rödd hennar fær að njóta sín.  Unnur mun flytja tónlist við Galdrasafnið um miðjan dag á laugardegi.
Unnur hefur haldið tónleika um allt land og farið í tónleikaferð um Ítalíu.
unnurmalin.is
facebook.com/unnurmalin
Youtube.com/umsalin

Hamingjuhlaupiđ 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
Hamingjuhlaupið hefur verið árviss viðburður á Hamingjudögum og er eins og fyrr í umsjón Stefáns Gíslasonar frá Gröf í Bitrufirði.  Um er að ræða 36 km fjallvegahlaup og geta hlauparar bæst í hlaupahópinn á völdum stöðum.  Sjá má tímatöflu og nánara skipulag i valmynd á www.hamingjudagar.is eða hér.

Lotta sýnir Bakkabrćđur á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. júní 2020
« 1 af 3 »
Eitt af föstum liðum á dagskrá Hamingjudaga er leikhópurinn Lotta með sumarsýninguna sína.  


Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.

...
Meira

Hamingjudagar nálgast

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2020


Í ár verða haldnir Hamingjudagar í Strandabyggð helgina 26.-28. júní, líkt og áður hefur verið auglýst. Á þessum undarlegu tímum sem við, heimsbyggðin, höfum gengið í gegnum undanfarna mánuði er nokkuð ljóst að hamingjan er fyrirbæri sem við þurfum að halda í. Hana þarf að rækta og leyfa að blómstra eins og kostur er. Því viljum við halda í þessa ljúfu bæjarhátíð, en með minna sniði og lágstemmdari hætti þetta árið - en með nóg af hamingju samt!

Allar hugmyndir um viðburði sem íbúar vilja bjóða gestum upp á, við sitt eða á sínu heimili, væru skemmtilegar og þær má senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða senda okkur skilaboð þar sem okkur er að finna, td. á facebooksíðu Hamingjudaga.  Til dæmis mætti bjóða upp á tónlistarviðburð, súpu, upplestur eða sýningu á munum svo eitthvað sé nefnt. Þetta gæti orðið  skemmtilegt ef íbúar taka þátt.


Frekari upplýsingar og dagskrá munu birtast mjög fljótlega 

Eiríkur, Þorgeir og Salbjörg

Hamingjan 2020

| 26. maí 2020
Hamingjan sanna
Vegna C-19 verða Hamingjudagar með öðru sniði í ár.
Það verður ekki dansleikur,hnallþóruhlaðborð né hoppukastalar. En Leikhópurinn Lotta verður með sýningu, Hamingjuhlaupið verður og tónleikar. Dagskrá verður gefin út þegar nær dregur.

Hamingjudagar 26. - 28. júní 2020

| 30. ágúst 2019
Sönn ánægja að tilkynna að Hamingjudagar verða haldnir dagana 26. - 28. júní 2020. Vil ég hvetja fólk til að hafa samband ef það hefur hugmyndir eða viðburð á Hamingjudagana. Munum að taka síðustu helgina í júní 2020 frá og skemmtum okkur saman á Hamingjudögum.
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi
tomstundafulltrui@strandabyggd.is 

Ţakkir

| 03. júlí 2019
Kæru íbúar og gestir Hamingjudaga 2019
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir bakstur, aðstoð, vinnu, leik, skemmtun og gleðilega samveru á Hamingjudögum 2019.
Á næsta ári verða þeir að öllum líkindum helgina 26. - 28. júní ykkur til upplýsingar.
Hamingju- og þakkar kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi

Hnallţórukeppni

| 03. júlí 2019
Hamingjukaka í barna-og unglingaflokki, Marinó Helgi Sigurđsson
Hamingjukaka í barna-og unglingaflokki, Marinó Helgi Sigurđsson
« 1 af 2 »
Hnallþóruhlaðborð var í boði fyrir alla á Hamingjudögum um síðustu helgi. Keppt var um "Hamingjusömustu" kökuna í barna- og unglingaflokk og svo fullorðins flokk. Sigurvegarar keppninnar voru að þessu sinni
í barna- og unglingaflokk: 
Marinó Helgi Sigurðsson
Í fullorðinsflokki:
Helga Gunnarsdóttir

Við þökkum öllum þeim er lögðu hönd á plóg við bakstur og aðstoð við hlaðborðið krlega fyrir hjálpina, takk

Brekkusöngur

| 28. júní 2019
í kvöld kl. 19.30 - 20:30 verður brekkusöngur við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal

Kristján Sigurðsson sér um að leiða fjöldasöng. Mætum öll og tökum vel undir sönginn.

Hamingjudúllur

| 28. júní 2019

 

 

Dúllurnar verða með létta stofutónleika í Víkurtúni 2 laugardaginn 29. júní, kl. 21.00.  Allir velkomnir!

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón