A A A

Valmynd

Fréttir

Brekkusöngur á föstudagskvöldi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

Á föstudagskvöldinu ætlum við að hittast á nýjum stað í brekkusöngnum.  Ný staðsetning verður í hvamminum fyrir neðan Heilbrigðisstofnunina og vonandi geta íbúar og dvalargestir á þeirri stofnun tekið meiri þátt nú.  Eins og í fyrra mætir Kristján Sigurðsson í miklu stuði og tekur vel valin lög kl. 21.00.  Eftir brekkusönginn göngum við fylktu liði inn á Kópnes en þar mun Geislinn sjá um varðeld. Mætum sem flest og tökum þátt.


Léttmessa í Tröllatungu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2020


Fastur liður í dagskrá Hamingjudaga er léttmessa. 

Seinni árin hefur hún verið haldin úti í gamla kirkjugarðinum í Tröllatungu en kirkjan þar var lögð af árið 1909.

Núverandi ábúendur, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttr og Birkir Stefánsson hafa haldið garðinum einstaklega vel við og taka alltaf vel á móti gestum.

Svo skemmtilega vildi til að í fyrra voru nákvæmlega 12 ár síðan Árný Helga, heimasætan á bænum, var skírð úti í garðinum og lék hún forspil á þverflautu í messunni.


Séra Sigríður Óladóttir í Tröllatungu þjónar og er messan sunnudagsmorguninn 28. júní kl 11:00. Mælt er með því að gestir taki með sér eigin stóla og og klæði sig eftir veðri.

Náttúrubarnanámskeiđ međ hamingjuţema

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2020

Það er ekkert betra en að byrja Hamingjudagana úti í náttúrunni! Í tilefni þess verður Náttúrubarnaskólinn með sannkölluðu hamingjuþema fimmtudaginn 25. júní
☀ Gulla sér um námskeiðið sem er á Sauðfjársetrinu í Sævangi á milli kl. 13-17 og kostar 3000 kr. 🎉 Skráning er á facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Gullu í síma 844-0228 🌿

Hamingjurallýiđ 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
« 1 af 2 »
Hólmavíkurrallý verður haldið á Hamingjudögum 3ja árið í röð og er nú orðinn ómissandi liður í dagskránni og keppendur, gestir og glæsilegur bílaflotinn setur svip á hátíðina.  Hér neðar má sjá tímatöfluna en við viljum vekja athygli á bílasýningu í lok keppni hér við Félagsheimilið og eins má skoða bílana í viðgerðarhléi kl. 13.00 á sama stað.  Hér má  finna upplýsingar um keppnina.

Unnur Malín söngvaskáld

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
« 1 af 2 »
Unnur Malín söngvaskáld mætir á ný til Hólmavíkur með gítarinn sinn. Síðast lék hún hér á menningarhátíð Stranda í verki 2019, en í þetta sinn eru það Hamingjudagar. Unnur Malín ætlar að syngja og spila lögin sín í bland við innlendar og erlendar söngperlur, þar sem einstök rödd hennar fær að njóta sín.  Unnur mun flytja tónlist við Galdrasafnið um miðjan dag á laugardegi.
Unnur hefur haldið tónleika um allt land og farið í tónleikaferð um Ítalíu.
unnurmalin.is
facebook.com/unnurmalin
Youtube.com/umsalin

Hamingjuhlaupiđ 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
Hamingjuhlaupið hefur verið árviss viðburður á Hamingjudögum og er eins og fyrr í umsjón Stefáns Gíslasonar frá Gröf í Bitrufirði.  Um er að ræða 36 km fjallvegahlaup og geta hlauparar bæst í hlaupahópinn á völdum stöðum.  Sjá má tímatöflu og nánara skipulag i valmynd á www.hamingjudagar.is eða hér.

Lotta sýnir Bakkabrćđur á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. júní 2020
« 1 af 3 »
Eitt af föstum liðum á dagskrá Hamingjudaga er leikhópurinn Lotta með sumarsýninguna sína.  


Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.

...
Meira

Hamingjudagar nálgast

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2020


Í ár verða haldnir Hamingjudagar í Strandabyggð helgina 26.-28. júní, líkt og áður hefur verið auglýst. Á þessum undarlegu tímum sem við, heimsbyggðin, höfum gengið í gegnum undanfarna mánuði er nokkuð ljóst að hamingjan er fyrirbæri sem við þurfum að halda í. Hana þarf að rækta og leyfa að blómstra eins og kostur er. Því viljum við halda í þessa ljúfu bæjarhátíð, en með minna sniði og lágstemmdari hætti þetta árið - en með nóg af hamingju samt!

Allar hugmyndir um viðburði sem íbúar vilja bjóða gestum upp á, við sitt eða á sínu heimili, væru skemmtilegar og þær má senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða senda okkur skilaboð þar sem okkur er að finna, td. á facebooksíðu Hamingjudaga.  Til dæmis mætti bjóða upp á tónlistarviðburð, súpu, upplestur eða sýningu á munum svo eitthvað sé nefnt. Þetta gæti orðið  skemmtilegt ef íbúar taka þátt.


Frekari upplýsingar og dagskrá munu birtast mjög fljótlega 

Eiríkur, Þorgeir og Salbjörg

Hamingjan 2020

| 26. maí 2020
Hamingjan sanna
Vegna C-19 verða Hamingjudagar með öðru sniði í ár.
Það verður ekki dansleikur,hnallþóruhlaðborð né hoppukastalar. En Leikhópurinn Lotta verður með sýningu, Hamingjuhlaupið verður og tónleikar. Dagskrá verður gefin út þegar nær dregur.

Hamingjudagar 26. - 28. júní 2020

| 30. ágúst 2019
Sönn ánægja að tilkynna að Hamingjudagar verða haldnir dagana 26. - 28. júní 2020. Vil ég hvetja fólk til að hafa samband ef það hefur hugmyndir eða viðburð á Hamingjudagana. Munum að taka síðustu helgina í júní 2020 frá og skemmtum okkur saman á Hamingjudögum.
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi
tomstundafulltrui@strandabyggd.is 

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón