A A A

Valmynd

Fréttir

Hvađ međ markađ?

| 11. júní 2021
Langar þig að seja varning á markaði á Hamingjudögum?

Hafðu samband við tómstundafulltrúa Strandabyggðar á Facebook eða í tölvupósti (tomstundafulltrui@strandabyggd.is)

Framlengdur frestur til tilnefninga

| 09. júní 2021
Fyrrum handhafar menningarverđlauna. Mynd: Jón Jónsson
Fyrrum handhafar menningarverđlauna. Mynd: Jón Jónsson
Frestur til að tilnefna til Lóunnar, menningarverðlauna Strandabyggðar hefur verið framlengdur til hádegis mánudaginn 14. júní.
Tilnefningar berist til tómstudnafulltrúa Strandabyggðar til dæmis í tölvupósti tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Nánar um málið hér. 

Toyrun á Hamingjudögum

| 09. júní 2021
Toyrun Iceland heimsækja okkur á Hamingjudögum í ár. Toyrun eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum og styrkja góð málefni. 
2021 er sjötta árið sem ToyRun Iceland er starfrækt....
Meira

Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna

| 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir viđ verđlaunaafendinguna áriđ 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir viđ verđlaunaafendinguna áriđ 2020

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

...
Meira

Hamingjudagar á dagskrá

| 21. apríl 2021
Hamingjudagar verða haldnir hátíðlegir 25.-27. júní árið 2021.

Dagskráin er að taka á sig mynd en enn er hægt að bæta við, endilega hafðu samband ef þú vilt leggja þitt af mörkum, það er til dæmis hægt að senda tölvupóst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Hlökkum til að sjá þig og og þína og njóta góðra daga saman.

Setning Hamingjudaga – Gerđur Kristný – afhending menningarverđlauna

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

 

Á morgun föstudag verða Hamingjudagar settir formlega í Hnyðju og hefst athöfnin kl 17:00. Við þetta tilefni ætlar skáldkonan góðkunna Gerður Kristný að lesa upp úr verkum sínum, en efniviðurinn verður bæði fyrir börn og fullorðna. Gerður Kristný hefur undanfarna daga dvalið hér á Ströndum í svonefndri menningardvöl í húsi dreifnámsins.

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020 verða síðan afhent hátíðlega, auk sérstakra hvatningarverðlauna. Það verður spennandi að sjá hvert verðlaunin munu fara að þessu sinni.

Síðan hefjast Hamingjudagar 2020, bæði samkvæmt dagskrá, en ekki hvað síst innra með okkur öllum.


Fylgjumst með og tökum þátt!​

Brekkusöngur á föstudagskvöldi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

Á föstudagskvöldinu ætlum við að hittast á nýjum stað í brekkusöngnum.  Ný staðsetning verður í hvamminum fyrir neðan Heilbrigðisstofnunina og vonandi geta íbúar og dvalargestir á þeirri stofnun tekið meiri þátt nú.  Eins og í fyrra mætir Kristján Sigurðsson í miklu stuði og tekur vel valin lög kl. 21.00.  Eftir brekkusönginn göngum við fylktu liði inn á Kópnes en þar mun Geislinn sjá um varðeld. Mætum sem flest og tökum þátt.


Léttmessa í Tröllatungu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2020


Fastur liður í dagskrá Hamingjudaga er léttmessa. 

Seinni árin hefur hún verið haldin úti í gamla kirkjugarðinum í Tröllatungu en kirkjan þar var lögð af árið 1909.

Núverandi ábúendur, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttr og Birkir Stefánsson hafa haldið garðinum einstaklega vel við og taka alltaf vel á móti gestum.

Svo skemmtilega vildi til að í fyrra voru nákvæmlega 12 ár síðan Árný Helga, heimasætan á bænum, var skírð úti í garðinum og lék hún forspil á þverflautu í messunni.


Séra Sigríður Óladóttir í Tröllatungu þjónar og er messan sunnudagsmorguninn 28. júní kl 11:00. Mælt er með því að gestir taki með sér eigin stóla og og klæði sig eftir veðri.

Náttúrubarnanámskeiđ međ hamingjuţema

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2020

Það er ekkert betra en að byrja Hamingjudagana úti í náttúrunni! Í tilefni þess verður Náttúrubarnaskólinn með sannkölluðu hamingjuþema fimmtudaginn 25. júní
☀ Gulla sér um námskeiðið sem er á Sauðfjársetrinu í Sævangi á milli kl. 13-17 og kostar 3000 kr. 🎉 Skráning er á facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Gullu í síma 844-0228 🌿

Hamingjurallýiđ 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2020
« 1 af 2 »
Hólmavíkurrallý verður haldið á Hamingjudögum 3ja árið í röð og er nú orðinn ómissandi liður í dagskránni og keppendur, gestir og glæsilegur bílaflotinn setur svip á hátíðina.  Hér neðar má sjá tímatöfluna en við viljum vekja athygli á bílasýningu í lok keppni hér við Félagsheimilið og eins má skoða bílana í viðgerðarhléi kl. 13.00 á sama stað.  Hér má  finna upplýsingar um keppnina.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Guđmann og Ingimundur á leiđinni upp í Deildarskarđ. Stóra-Fjarđarhorn í baksýn, og ađeins utar sést í farveg Líkár.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón