A A A

Valmynd

Fréttir

Húlladúllan hamingjusama

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 17. júní 2017
Húlladúllan Mynd: Magnús Ţór Einarsson
Húlladúllan Mynd: Magnús Ţór Einarsson

Húlladúllan yljar hátíðargestum á Hólmavík með eldheitu húllaatriði föstudagskvöldið 30. júní.

Á laugardeginum stígur hún svo á svið með stórskemmtilega húllasýningu og býður í kjölfarið viðstöddum að uppgötva dásemdir húllahringjanna í heljarinnar hamingjuhúllafjöri.

Húlladúllan verður með heila hrúgu af húllahringjum fyrir bæði stóra og litla og mun kenna öllum sem vilja að húlla.

Í lok húllafjörsins mun hún efna til keppni í húllaþrautakóngi og verður sigurvegarinn verðlaunaður með fallegum húllahring. 

Króm á Café Riis

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 16. júní 2017
Hljómsveitin Króm
Hljómsveitin Króm

Hljómsveitin Króm hefur skemmt landsmönnum með danstónlist í mörg ár enda vanur maður í hverju horni.

Lagavalið er fjölbreitt og fyrir flesta aldurshópa.

Króm verður í háspennustuði á Café Riis föstudags og laugardagskvöld á Hamingjudögum.
Miðaðverð er 2000 kr. og 18 ára aldurstakmark.

Mætið hress í partýgallanum og dansið með okkur fram á nótt!

Verlaunabćkur í Hnallţóruverđlaun

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 16. júní 2017
Kökugleđi Evu
Kökugleđi Evu

Bókaútgáfan Salka var stofnuð í Reykjavík vorið 2000 og hefur síðan þá gefið út fjölda bóka um allt milli himins og jarðar. Hjá útgáfunni starfa Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru jafnframt eigendur félagsins. Bókaútgáfan Salka mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga þetta árið. Jafnframt mun útgáfan vera með sölubás á Hamingjumarkaðnum og standa fyrir bókakynningu ásamt Stefáni Gíslasyni um bók hans, Fjallavegahlaup.

...
Meira

Gyrđir Elíasson á setningu Hamingjudaga

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017
Gyrđir Elíasson
Gyrđir Elíasson
Föstudaginn 30. júní klukkan 17:00 mun hátíðin Hamingjudagar sett í Steinshúsi á Snæfjallaströnd. 

Eftir setningu hátíðarinnar mun Gyrðir Elíasson stíga á stokk og lesa úr verkum skáldbróður síns jafnt sem sínum eigin. Gyrðir Elíasson hefur lengi verið í senn meðal virtustu og vinsælustu rithöfunda landsins, og á hann fjölbreyttan feril að baki....
Meira

Kötluverđlaun fyrir hnallţórur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017

Allt frá stofnun Kötlu, árið 1954, hefur fyrirtækið lagt áherslu á gæðavörur fyrir neytendur, en fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu og þróun lausna fyrir bakarí, kjötiðnað og fiskiðnað.


Katla mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga eins og svo oft áður og þökkum við kærlega fyrir það.

...
Meira

DJ Dagur í sundlaugarpartýi

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017
DJ Dagur
DJ Dagur
DJ Dagur er á hraðri uppleið í heimi plötusnúða. Hann er aðeins 15 ára og er frá Jörva í Haukadal. Samhliða náminu, en hann verður brátt nemandi í VMA,  sinnir hann skátastarfi og starfi plötusnúðsins.

Dagur hefur til dæmis komið fram á SamVest og Samfestingnum í Laugardalshöll. Dagur spilar í sundlaugarpartýi fyrir unglinga á Hamingjudögum en það fer fram föstudaginn 30. júní.

Hamingjumót í golfi

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017
Hamingjumót Golfklúbbs Hólmavíkur (GHÓ) verður haldið föstudaginn 30.júní 2017.

Mótið hefst kl. 19.00  á Golfvellinum við Hólmavík og verður ræst út á öllum teigum samtímis.

Veitt verða verðlaun fyrir besta skor á rauðum og gulum teigum og 3. sæti í punktakeppni.
Aukaverðlaun verða veitt fyrir langt upphafshögg og næst holu.

Mótsgjald er 4.000 kr. og tekið er við skráningum á staðnum.
 

Víkingar berjast fyrir hamingjunni

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 14. júní 2017
Víðförull er nýtt víkingafélag á Íslandi og víkingar úr þeirra röðum verða á Hamingjudögum á Hólmavík 2017!

Hér gefst tækifæri til þess að kynnast lifnaðarháttum víkinganna - þar á meðal fatnaði, menningu og ýmis konar handverki.

Hægt verður að sjá handavinnu í verki eins og vattarsaum og ýmislegt fleira. Einnig verða til sýnis margskonar hlutir, stórir sem smáir, allt frá sauðagærum og skinni yfir í perlur, nælur og men.

Víkingaleikir eins og kubb og hnefatafl verða á svæðinu fyrir gesti og gangandi til þess að spila, og síðast en ekki síst verða vopn og verjur, brynjur og hjálmar sýnd í gegnum samtal við gesti og gangandi, en einnig með bardagasýningum.

Orkídeuganga

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 14. júní 2017
Brönugrös og fleiri jurtir
Brönugrös og fleiri jurtir
Hafdís Sturlaugsdóttir og Náttúrufræðistofa Vestfjarða bjóða gestum Hamingjudaga og íbúum Strandabyggðar í orkídeugöngu á Hamingjudögum.

Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sem leið liggur eftir göngustíg sem þar er. Ekki verður farið hratt yfir þar sem um blómaskoðun er að ræða. Gönguferðin verður sniðin að þeim sem mæta. ...
Meira

Dívutónleikar í Hólmavíkurkirkju

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 13. júní 2017
Tónlistarfólk í fremstu röđ stendur fyrir tónleikunum
Tónlistarfólk í fremstu röđ stendur fyrir tónleikunum
Vinirnir og stórdívurnar Kristjana Stefáns, Þórhildur Örvars og Karl Olgeirsson koma fram á sannkölluðum Dívu tónleikum á Hamingjudögum í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1.júlí kl.20.00.

Þar mun þetta frábæra tónlistarfók draga uppúr hatti sínum tónlist úr ýmsum áttum og leika öll sín uppáhaldslög. Þarna mun öllu æja saman; klassík, pop, jazz og mögulega nokkrir brandarar í bland. Allir ættu því að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 3.500 og frítt fyrir börn yngri en 16 ára....
Meira
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Sigurđur Atlason
Vefumsjón