Hvađ međ markađ?
Hafðu samband við tómstundafulltrúa Strandabyggðar á Facebook eða í tölvupósti (tomstundafulltrui@strandabyggd.is)
Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.
...
Á morgun föstudag verða Hamingjudagar settir formlega í Hnyðju og hefst athöfnin kl 17:00. Við þetta tilefni ætlar skáldkonan góðkunna Gerður Kristný að lesa upp úr verkum sínum, en efniviðurinn verður bæði fyrir börn og fullorðna. Gerður Kristný hefur undanfarna daga dvalið hér á Ströndum í svonefndri menningardvöl í húsi dreifnámsins.
Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020 verða síðan afhent hátíðlega, auk sérstakra hvatningarverðlauna. Það verður spennandi að sjá hvert verðlaunin munu fara að þessu sinni.
Síðan hefjast Hamingjudagar 2020, bæði samkvæmt dagskrá, en ekki hvað síst innra með okkur öllum.
Fylgjumst með og tökum þátt!
Fastur liður í dagskrá Hamingjudaga er léttmessa.
Seinni árin hefur hún verið haldin úti í gamla kirkjugarðinum í Tröllatungu en kirkjan þar var lögð af árið 1909.
Núverandi ábúendur, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttr og Birkir Stefánsson hafa haldið garðinum einstaklega vel við og taka alltaf vel á móti gestum.
Svo skemmtilega vildi til að í fyrra voru nákvæmlega 12 ár síðan Árný Helga, heimasætan á bænum, var skírð úti í garðinum og lék hún forspil á þverflautu í messunni.