A A A

Valmynd

Fréttir

Sýning Rutar Bjarnadóttir í Hnyđju

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 21. júní 2021

Ný sýning Rutar Bjarnadóttir verður opnuð í Hnyðju í tilefni Haminjgudaga

Rut Bjarnadottir er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún býr og starfar í Malmö, Svíþjóð.

Rut vinnur með mismunandi tækni, en alltaf út frá áferð og yfirborði.

Rut útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, textíldeild árið 1987.

Þetta er fyrsta einkasýning Rutar á Íslandi og Hólmavík varð fyrir valinu.

Einkasýningar í úrvali: Íslenska Menningarhúsið (Jónshús), Kaupmannahöfn (DK), Sjöbo Konsthall (SE), Galleri Orås (SE), Galleri Vollsjö o Café (SE). Samsýningar í úrvali: Malmö Open Studios, ADDO, Malmö (SE), Landsbankinn, Reykjavík (IS), Lista- og arkitektúrháskólinn, Helsinki (FI). Skånes konsförening, Höstsalongen, Malmö (SE). 

Nánari upplýsingar um Rut og verk hennar er að finna á heimasíðu hennar rut.se

Sýningin opnar við setningu hátíðarinnar föstudaginn 25. júní kl. 17:00

Sjáumst bráđum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 18. júní 2021
Dagskrá Hamingjudaga er óðum að taka á sig mynd og verður birt á vefnum síðar í dag.
Það verður kubbmót, garðpartý, listsýing hjá Rut Bjarnadóttur, dagskrá um Stein Steinarr, opin "hús", sjávarréttasúpa, vatnaleikir og messa svo fátt eitt sé nefnt.
Hlökkum ti að sjá ykkur

Vestfirsku skáldin í Steinshúsi

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 16. júní 2021
Elfar Logi og Ţórarinn
Elfar Logi og Ţórarinn
Fimmtudaginn 24. júní kl 20:00 verða bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir í Steinshúsi. Þar fjalla þeir um vestfirsku skáldin Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal í tali og tónum. Þórarinn mun flytja frumsamin lög við ljóð skáldanna og sagt verður frá ævi þessara einstöku skálda.

Leikhópurinn Lotta á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2021
Pínulitla gula hænan - Söngvasyrpa

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til okkar á Hamingjudögum , 26. júní kl 11,  með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er í boði Strandabyggðar og geta áhorfendur því notið sér að kostnaðarlausu.

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. 

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni.

Sýningin fer fram á túninu við hlið Braggans laugardaginn 26. júní kl 11

Hvađ međ markađ?

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 11. júní 2021
Langar þig að seja varning á markaði á Hamingjudögum?

Hafðu samband við tómstundafulltrúa Strandabyggðar á Facebook eða í tölvupósti (tomstundafulltrui@strandabyggd.is)

Framlengdur frestur til tilnefninga

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 09. júní 2021
Fyrrum handhafar menningarverđlauna. Mynd: Jón Jónsson
Fyrrum handhafar menningarverđlauna. Mynd: Jón Jónsson
Frestur til að tilnefna til Lóunnar, menningarverðlauna Strandabyggðar hefur verið framlengdur til hádegis mánudaginn 14. júní.
Tilnefningar berist til tómstudnafulltrúa Strandabyggðar til dæmis í tölvupósti tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Nánar um málið hér. 

Toyrun á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 09. júní 2021
Toyrun Iceland heimsækja okkur á Hamingjudögum í ár. Toyrun eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum og styrkja góð málefni. 
2021 er sjötta árið sem ToyRun Iceland er starfrækt....
Meira

Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir viđ verđlaunaafendinguna áriđ 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir viđ verđlaunaafendinguna áriđ 2020

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

...
Meira

Hamingjudagar á dagskrá

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 21. apríl 2021
Hamingjudagar verða haldnir hátíðlegir 25.-27. júní árið 2021.

Dagskráin er að taka á sig mynd en enn er hægt að bæta við, endilega hafðu samband ef þú vilt leggja þitt af mörkum, það er til dæmis hægt að senda tölvupóst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Hlökkum til að sjá þig og og þína og njóta góðra daga saman.

Setning Hamingjudaga – Gerđur Kristný – afhending menningarverđlauna

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

 

Á morgun föstudag verða Hamingjudagar settir formlega í Hnyðju og hefst athöfnin kl 17:00. Við þetta tilefni ætlar skáldkonan góðkunna Gerður Kristný að lesa upp úr verkum sínum, en efniviðurinn verður bæði fyrir börn og fullorðna. Gerður Kristný hefur undanfarna daga dvalið hér á Ströndum í svonefndri menningardvöl í húsi dreifnámsins.

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020 verða síðan afhent hátíðlega, auk sérstakra hvatningarverðlauna. Það verður spennandi að sjá hvert verðlaunin munu fara að þessu sinni.

Síðan hefjast Hamingjudagar 2020, bæði samkvæmt dagskrá, en ekki hvað síst innra með okkur öllum.


Fylgjumst með og tökum þátt!​

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón