A A A

Valmynd

Fréttir

Ynja Mist opnar sýningu á Hamingjudögum

| 24. júní 2015
Ynja Mist Aradóttir
Ynja Mist Aradóttir

Ynja Mist Aradóttir mun opna myndlistarsýningu í Ásgarði laugardaginn 27. júní kl 12:00  

Ynja Mist er fædd 23. nóvember árið 1996. Hún hefur teiknað mikið alla tíð og vakti strax athygli á leikskólaaldri. Á grunnskólaaldri tók hún nokkur námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og hóf svo 16 ára gömul nám á myndlistabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hún fór einnig til Bandaríkjanna sem skiptinemi og tók þar listaáfanga í Onalaska High school. Hún útskrifast úr FG um áramótin og stefnir á nám í vöruhönnun við listaháskóla Íslands. Ynja seldi sína fyrstu mynd þegar hún var 11 ára gömul, hún hefur gert blýantsteikningar, vatnslitamyndir, akríl- og olíumálverk, styttur, skúlptúra, dúkristur og fleira. 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón