A A A

Valmynd

Fréttir

Vinnustofusýning hjá Einari Hákonarsyni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2013


Einn af stórviðburðum Hamingjudaga er v
innustofusýning Einars Hákonarsonar að  Lækjartúni 23 en hún verður opin

laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. júní milli kl. 14:00 og 18:00.

 

Einar Hákonarson (f.1945) er einn fremstu listmálara þjóðarinnar. Á fimmtíu ára ferli hefur hann málað fígúratíf og expressionsík málverk með manneskjuna í fyrirrúmi.

Á sýningunni eru sýnd nýleg olíumálverk þar sem kraftmiklir litir kallast á við agaða myndbyggingu þrautreynds listamanns.

Einar hefur verið búsettur á Hólmavík á Ströndum síðustu ár hann er einn aðal portrettmálara þjóðarinnar og hefur hann málað ýmsa stjórnmálamenn, listamenn og skáld. Verk hans prýða ýmsar opinberar byggingar, t.a.m. skóla, bankastofnanir, kirkjur og sali Alþingis.


Á ferli sínum hefur hann haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd.

Einar er handhafi Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2012 og er höfundur að vatnslistaverkinu Seiður sem er staðsett nálægt höfninni.

 

Facebook

Hamingjumyndir

Við gamla bæinn í Gröf í Bitru við upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Þaðan lögðu þessir hraustu hlauparar af stað upp úr kl. 16 þennan laugardag áleiðis til Hólmavíkur, þar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóðu sem hæst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafþór Benediktsson, Birkir Þór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guðmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón