A A A

Valmynd

Fréttir

Vinnustofa um hamingjuna tókst vel

| 04. júlí 2011
Þátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV
Þátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV

Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík á fimmtudagskvöldið. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn þetta sama kvöld. Ásdís leggur í störfum sínum áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Þátttaka í vinnustofu Ásdísar á Hamingjudögum var ágæt og þeir sem mættu fengu mikið út úr smiðjunum og þeim aðferðum sem þar voru kynntar. Við þökkum Ásdísi innilega fyrir hennar góða framlag til hátíðarinnar árið 2011!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón