A A A

Valmynd

Fréttir

Vilt ţú vera međ sölubás á Hamingjudögum?

| 29. maí 2012
Jón Víđis baukar viđ blöđrugerđ á Hamingjudögum 2011 - ljósm. strandir.is
Jón Víđis baukar viđ blöđrugerđ á Hamingjudögum 2011 - ljósm. strandir.is
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum laugardaginn 30. júní frá kl. 13:00-17:00. Hverjum bás fylgir eitt borð og aðgangur að aukaborði og rafmagni ef með þarf. Sölubásarnir verða staðsettir í Fiskmarkaðnum við höfnina, en ef menn vilja frekar sitja úti í góða veðrinu er það að sjálfsögðu velkomið. 


Nú þegar hafa fimm aðilar skráð sig með sölubás, en einungis einn úr heimahéraði. Söluaðilar á Ströndum eru eindregið hvattir til að láta vita af sér tímanlega til að missa ekki af lestinni. Tekið er við skráningum á sölubása til mánudagsins 18. júní. Vinsamlegast látið vita sem allra fyrst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941.

Facebook

Hamingjumyndir

Kolbrún Unnarsdóttir á lokasprettinum viđ Hnitbjörg.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón