A A A

Valmynd

Fréttir

Vilt þú koma fram á Hamingjutónum?

| 15. júní 2011
Kökuhlaðborð á Hamingjudögum
Kökuhlaðborð á Hamingjudögum
Á Hamingjudögum fá heimamenn og aðrir áhugasamir tónlistarmenn að spreyta sig ef þeir hafa áhuga á. Vettvangur til að koma fram með tónlsitaratriði gefst á Hamingjutónum sem fara fram laugardagskvöldið 2. júlí samhliða Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga sem er orðið geysivinsælt og fastur liður á hátíðinni.

Frestur til að tilkynna um tónlistaratriði á Hamingjutónana er til  20. júní. Eftir það verður ekki tekið við fleiri atriðum. Hafið samband í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða hringið í Arnar í s. 8-941-941 ef þið hafið áhuga á að koma fram. Fyrstir koma, fyrstir fá!!

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón