A A A

Valmynd

Fréttir

Víkingar berjast fyrir hamingjunni

| 14. júní 2017
Víðförull er nýtt víkingafélag á Íslandi og víkingar úr þeirra röðum verða á Hamingjudögum á Hólmavík 2017!

Hér gefst tækifæri til þess að kynnast lifnaðarháttum víkinganna - þar á meðal fatnaði, menningu og ýmis konar handverki.

Hægt verður að sjá handavinnu í verki eins og vattarsaum og ýmislegt fleira. Einnig verða til sýnis margskonar hlutir, stórir sem smáir, allt frá sauðagærum og skinni yfir í perlur, nælur og men.

Víkingaleikir eins og kubb og hnefatafl verða á svæðinu fyrir gesti og gangandi til þess að spila, og síðast en ekki síst verða vopn og verjur, brynjur og hjálmar sýnd í gegnum samtal við gesti og gangandi, en einnig með bardagasýningum.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón