A A A

Valmynd

Fréttir

Undir áhrifum náttúrunnar - listverkasýning

| 22. júní 2011
Sýningin Undir áhrifum náttúrunnar
Sýningin Undir áhrifum náttúrunnar
Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Hér er sú fyrsta kynnt til leiks.
Erna Björk Antonsdóttir sýnir mósaikverk sín á neðstu hæð Þróunarsetursins (í gamla kaupfélaginu) um Hamingjudaga. Erna  nam í Mosaic Art School í Ravenna á Ítalíu, en verk hennar hafa sterkar tengingar í íslenska náttúru. Nýtir hún m.a.steina og skeljar í myndverkin og hefur undanfarið unnið verk af fiskum og skelfiskum úr smalti. Lítið sjávarþorp eins og Hólmavík hæfir því vel sem umgjörð um verk Ernu Bjarkar sem mun einnig vinna verk á meðan á sýningunni stendur. Gestir og gangandi fá því gullið tækifæri til að að sjá handtökin sem skapa þessi einstöku listaverk. Nánar má fræðast um þau á vefnum www.mosaic.is.
  

Facebook

Hamingjumyndir

Við gamla bæinn í Gröf í Bitru við upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Þaðan lögðu þessir hraustu hlauparar af stað upp úr kl. 16 þennan laugardag áleiðis til Hólmavíkur, þar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóðu sem hæst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafþór Benediktsson, Birkir Þór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guðmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón