A A A

Valmynd

Fréttir

Trúbadorinn Gísli Rúnar

| 23. maí 2017

Trúbadorinn Gísli Rúnar er kannski ekki þekktasti og besti trúbbinn á landinu, en gæti hugsanlega verið sá skemmtilegasti.

Hann spilar gamla slagara í bland við nýrri lög, getur haldið uppi stuði á dansgólfinu tímunum saman en einnig búið til heljarinnar söngskemmtun ef stemning er fyrir slíku.

Eitt er víst að hann hefur alla jafna mest gaman sjálfur hvar sem hann kemur og því eru allar líkur á að gleðin smitist og þú skemmtir þér með (þar eru náttúrulegir fýlupokar að sjálfsögðu ekki taldir með).

Gísli Rúnar mætir galvaskur á Hamingjudaga og stýrir fjöldasöng við brennuna á föstudagskvöldi. Á laugardegi heldur hann svo uppi stuðinu á karnivalinu. Á laugardagskvöldi keyrir Gísli Rúnar svo upp stemmninguna á Café Riis með magnaðri tónslistargetraun sem er eflaust það skemmtilegasta sem hægt er að taka þátt í.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón