A A A

Valmynd

Fréttir

Toyrun á Hamingjudögum

| 09. júní 2021

Toyrun Iceland heimsækja okkur á Hamingjudögum í ár. Toyrun eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum og styrkja góð málefni. 
2021 er sjötta árið sem ToyRun Iceland er starfrækt.

Undanfarin ár hefur Toyrun styrkt þarft og gott starf Píeta samtakanna sem berjast öturlega gege sjálfskaða hverskonar.

Í upphafi var það svo að einn úr upphafshópnum ætlaði sér að hjóla hringinn í kringum landi og fékk hann nokkra félaga með sér í að skipuleggja ferðina.
Úr varð að hjóla til styrktar góðgerðarfélags sem mundi njóta góðs af hringferð þeirra og varð Blátt áfram samstarfs aðilar þeirra til að byrja með.
En síðastliðin ár hefur ToyRun Iceland styrkt þarft og gott verk Píeta samtakanna.

ToyRun Iceland eru opin góðgerðarsamtök, allir velkomnir að leggja hönd á plóg eða inngjöf á stýrið.
Það mega allir vera með og við fáum oft fjöldann af hjólurum sem fylgja okkur í gegnum sitt bæjarfélagi eða sína sýslu.

Toyrun mæta á Hamingjudaga á föstudagskvöldið og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur.

Facebook

Hamingjumyndir

Á leiđ upp í Deildarskarđ. Kristinn Schram og Ragnar Bragason fremstir.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón