A A A

Valmynd

Fréttir

Tónleikar í Steinshúsi

| 26. júní 2018
Árið 2017 hlaut Steinshús Menningarverðlaunin fyrir eftirtektarvert menningarframtak í sveitarfélaginu. Steinshús hefur unnið ötullega að uppbyggingu gamla samkomuhússins á Nauteyri frá árinu 2008 og hefur nú breytt því í safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr sem fæddist í Skjaldfannardal 1908. Bæði sýning og fræðimannasetur er gert af myndugleik og sveitarfélaginu til sóma, auk þess að halda á lofti merkum heimildum um eitt ástæslasta skáld þjóðarinnar.

Steinshús ætla nú að auðga Hamingjudaga með menningu með tónleikum fimmtudaginn 28.júní og föstudaginn 29.júní kl.20. Það verða sagðar sögur og spiluð tónlist við hæfi. Rúnar Þór, Tryggvi Hübner og Örn Jónsson koma fram.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón