A A A

Valmynd

Fréttir

Tímatafla Hamingjuhlaupsins tilbúin

| 31. maí 2012
Nú er mál að taka fram hlaupaskóna og athuga með gallann að ógleymdri sólarvörninni og góða skapinu. Tímataflan fyrir Hamingjuhlaupið 2012 sem fer fram þann 30. júní er nefnilega tilbúin. Hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:50 við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, og lýkur um kl. 20:20 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og tekur rúmar 7 klukkustundir.

Hægt er að nálgast PDF-útgáfu af skjalinu til útprentunar með því að smella hér.Þeir sem treysta sér frekar í styttri vegalengdir geta vitaskuld byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu - eða annars staðar ef því er að skipta - það er í góðu lagi að byrja að hlaupa 100 metra frá rásmarkinu. Hamingjuhlaupið snýst um að hver og einn hleypur samkvæmt eigin getu í þeim tilgangi að auka hamingjustuðul sinn. Að vanda er það Stefán Gíslason Gíslasonar á Gröf í Bitrufirði sem stendur fyrir hlaupinu, en þetta er fjórða árið í röð sem formlegt Hamingjuhlaup fer fram. 

Fyrirspurnum varðandi hlaupið má beina til Stefáns í netfangið stefan[hjá]environice.is. 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón