A A A

Valmynd

Fréttir

The Hefners á Hamingjuballinu

| 23. júní 2014
Hamingjuballið í ár verður í höndum Diskóbandsins the Hefners.

Hljómsveitin The Hefners var stofnuð árið 2003 á Húsavík og hefur starfað æ síðan.
The Hefners leggja uppúr gömlu góðu diskólögunum í bland við íslensk lög frá blómatíma sveitaballana  á tíunda áratugnum. Hljómsveitin er stórglæsileg, um er að ræða átta manna band.

Hefners spila í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 28. júní. Fyrst á 13-17 ára balli klukkan 20:30 en síðan á gígantísku hamingjusveitaballi kl. 23:30 og til 3 að nóttu þar sem gildir 18 ára aldurstakmark. Á ballinu munu The Hefners standa fyrir diskógallakeppni svo það er um að gera að græja sig eftir kúnstarinnar reglum.

Það verður enginn svikinn á balli með The Hefners!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón