A A A

Valmynd

Fréttir

Þátttaka á Hamingjudögum

| 18. maí 2017
Ýmislegt er farið að skýrast fyrir Hamingjudaga sem haldnir verða hátíðlegir í Strandabyggð 30. júní-2. júlí.

Ljóst er að fjölmargir ætla að taka virkan þátt í hátíðinni en fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu hafa verið dugleg við að bjóða fram aðstoð sína og jafnvel skipuleggja eigin dagskráliði.

Svo einhver dæmi séu tekin ætlar Vegagerðin að leyfa gestum og gangandi að skoða hefil, Sparisjóður Strandamanna ætlar að gerast svo rausnarlegur að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu með Strandalambi, Strandafrakt kemur hoppuköstulunum á svæðið á spottprís, Höfði opnar dyr nýbyggingarinnar við leikskólann Lækjarbrekku og gestgjafar í Viðeyjarhúsi bjóða upp á rjúkandi kaffi og heimsins besta útsýni.

Þetta er aðeins brotabrot, enn eru einhverjir að hugsa sig um og svo sannarlega á fjölmargt eftir að bætast við.

Ef þig persónulega, fyrirtækinu þínu, stofnun eða félagsskap langar að taka þátt í Hamingjudögum með einhverjum hætti, hafðu þá endilega samband við Esther Ösp tómstundafulltrúa sem fyrst í síma 849-8620 eða á tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Ekki þarf að kosta miklu til og fyrirhöfnin þarf ekki að vera mikil en margt smátt gerir eitt stórt og saman aukum við hamingju hvors annars og okkar sjálfra.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón