A A A

Valmynd

Fréttir

Takk fyrir og til hamingju

| 01. júlí 2014
Nú er Hamingjudögum árið 2014 lokið. Það er óhætt að fullyrða að hátíðin hafi gengið vel þetta árið þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur eins hliðhollir og spár höfðu gefið til kynna. Mætingin var góð, gleðin var við völd og allt gekk stórslysalaust fyrir sig, enda hamingjan í fyrirrúmi.

Breytingar á hátíðinni virtust mælast vel fyrir, en brenna á föstudagskvöldi, aðaldagskrá að degi til og sveitadagskrá á sunnudegi með messu utandyra voru nýjungar sem vöktu jákvæð viðbrögð. Sýningarnar voru einnig til fyrirmyndar sem og allt það listafólk sem steig á stokk.

Hátíð sem þessi getur ekki orðið að veruleika nema með dyggum stuðningi fyrirtækja sem ýmist veita til hennar fjárhagslegan stuðning eða vinninga eða halda jafnvel sjálfstæða viðburði. Takk kærlega fyrir okkur styrktaraðilar.

Mestar þakkir eiga íbúar Strandabyggðar þó skilið. Íbúarnir leggjast á eitt fyrir að gera þessa hátíð jafn einstaka og raun ber vitni. Takk fyrir hjálpina og til hamingju með árangurinn.

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón