A A A

Valmynd

Fréttir

Sýning eftir Sunnevu

| 28. júní 2017
Sunneva Guðrún Þórðardóttir
Sunneva Guðrún Þórðardóttir

Sunneva Guðrún Þórðardóttir er 18 ára listnemi, frá Laugarholti í Skjaldfannardal. Hún er á fjórða ári í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.  Áhugamál hennar eru að teikna, lesa fantasíu bækur, hlusta á rokk tónlist, fara göngutúra um sveitina og horfa á teiknimyndir. Svo er hún í íslenska LARP hópnum. (gúgglið það bara, Sunneva hefur ekki tíma til að útskýra).

 

Hún er ekki vön að skrifa um sig í þriðju persónu, en finnst það gæla smá við egóið sitt, svo hún ætlar að halda áfram....

 

Sunneva segist vera listamaður.

Hún á þrjár beret húfur, svo það hlýtur að vera eitthvað til í því. En hún sérhæfir sig í teiknimyndastíl og fígúruteikningum. Sérstaklega myndarlegu fantasíu fólki, eða blóðugum hrylling. Sem er ekki endilega við hæfi allra fjölskyldumeðlima hennar, hún játar það.

En það skemmtir henni rosalega, og það er alltaf nóg.

 

Sunnevu hefur alltaf fundist gaman að teikna, en málun er eitthvað sem hún fór að gera eftir að hún byrjaði á listabraut. Kom í ljós að það á bara ágætlega við hana. Hún dirfist jafnvel að segja að hún hafi  kannski smá hæfieika. Hún var ansi ánægð með myndirnar sem hún málaði á þessari önn og vildi sýna fólki. Því hún nærist á athygli annara og er smá montrass. :) 

Sunneva verður með sýningu á nýjum málverkum á Hamingjudögum. Sýningin verður staðsett í Hnyðju og verður opin milli kl 11 og 18 föstudag, laugardag og sunnudag. Öll velkomin.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón