A A A

Valmynd

Fréttir

Sundhani siglir á Hamingjudögum

| 19. júní 2012
Sundhani á siglingu - ljósm. Jón Jónsson
Sundhani á siglingu - ljósm. Jón Jónsson

Eins og í fyrra verður hægt að kíkja í siglingu og sjóstöng á Hamingjudögum. Sundhani ST-2, undir styrkri stjórn Ásbjörns Magnússonar, mun sigla með hátíðargesti Hamingjudaga frá bryggjunni á Hólmavík laugardaginn 30. júní kl. 13:00, 15:00 eða 17:00 ef næg þátttaka fæst.

Eins og hálfs tíma sigling kostar kr. 3.000.- fyrir fullorðinn, kr. 1.500.- fyrir 7-12 ára og ókeypis er fyrir 6 ára og yngri. Panta verður í ferðirnar fyrir kl. 11:00 laugardaginn 30. júní. Lágmarksfjöldi í hverja ferð eru sex farþegar (ferð fellur niður ef lágmarksfjöldi næst ekki). Pöntunarsímar eru 451-3237 eða 896-0337. Kondútaðsigla!

 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón