A A A

Valmynd

Fréttir

Strandastelpa - frá Yangjiang norđur í Trékyllisvík

| 20. júní 2012
Á Hamingjudögum opnar Ingibjörg Valgeirsdóttir sýninguna Strandastelpa - frá Yangjiang norður í Trékyllisvík í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Sýningin er samtímasaga og ljósmyndasýning sem byggir á dagbókarskrifum og myndum úr ferðum Ingibjargar og fjölskyldu hennar um Kína, en þau ættleiddu litla stúlku frá suðurströnd Kína í mars árið 2006. Sýningin segir frá þeirri þrá að eignast lítið barn, frá ákvörðun um ættleiðingu, biðinni eftir barni, draumnum sem rættist og veruleikanum sem varð stærri en draumurinn sjálfur. Sýningin er full af þakklæti - sem er ein sterkasta undirstaða hamingjunnar.


Bjarni K. Thors grafískur hönnuður sá um uppsetningu og hönnun í samvinnu við höfund sýningarinnar. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Við hvetjum alla gesti Hamingjudaga til að kíkja á þessa einstöku og einlægu sýningu!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón