A A A

Valmynd

Fréttir

Strandanornir

| 22. júní 2018

Í sumar hafa Strandabyggð, Leikfélag Hólmavíkur, Rannsóknarsetur HÍ í Þjóðfræði og Sauðfjársetur á Ströndum í samstarfi staðið fyrir skapandi sumarstörfum. Hugmyndin er sú að ungt og upprennandi listafólk geti þróast í starfi í heimabyggð, fengið stuðning við starf á sínu áhugasviði, auðgað mannlífið og um leið sannfærst um að hægt sé að starfa við fjölbreytta og skapandi iðju í heimabyggð. Rakel Ýr Stefánsdóttir hefur sinnt starfi listræns stjórnanda verkefnisins í sumar og þátttakendur hafa verið Bára Örk Melsted, Alma Lind Ágústsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Hafa þær myndað listahópinn Strandanornir.

Laugardaginn 30.júní kl.14:30 á Galdratúninu mun listhópurinn Strandanornir sýna frumsamið verk. Í verkinu bregða fyrir örlaganornirnar sem rifja upp sögur af Ströndum. Frá kl.13:00 munu Strandanornir einnig taka á móti gestum í spádóm.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón