A A A

Valmynd

Fréttir

Stjórnarskrárkosning tekin af dagskrá Hamingjudaga

| 02. apríl 2012
Eftir snarpar umræður á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hefur verið ákveðið að hafa ekki kosningu um nýja stjórnarskrá á dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík þetta árið. Ekki tókst að ljúka afgreiðslu málsins fyrir tilsettan tíma. Talsvert kurr var í alþingismönnum vegna þessa, en aðstandendur Hamingjudaga taka fregnunum hins vegar með miklu jafnaðargeði. Forsetakosningar fara hins vegar fram laugardaginn 30. júní eins og áður hefur verið kynnt.

Gaman væri ef einhver af væntanlegum gestum Hamingjudaga sæi sér fært að bjóða sig fram til embættisins. Þeir sem ætla að hella sér í slaginn þurfa að skila inn framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 25. maí, að því er fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningarbærir. 

Facebook

Hamingjumyndir

Ingimundur Grétarsson og Gunnlaugur Júlíusson á fullri ferđ á Skörđum, efst á Bitruhálsi.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón