A A A

Valmynd

Fréttir

Sölubásar - tilkynniđ fyrir 20. júní!

| 15. júní 2011
Frá Hamingjudögum 2007
Frá Hamingjudögum 2007
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum. Hverjum bás fylgir borð og aðgangur að rafmagni ef með þarf. Staðsetning á básunum verður að líkindum í Fiskmarkaðnum, en einnig verður hægt að hafa borð úti við; allt fer það jú eftir geðþótta veðurguðanna :)

Möguleiki verður á að selja varning strax á föstudagskvöldi frá kl. 20:00 til 23:00 og síðan frá 13:00 til 19:00 laugardaginn 2. júlí. Aðilar heima í héraði ganga fyrir í sölubásana, en þeir verða að láta vita af því tímanlega vegna skipulagningar og mögulegrar aðkomu annarra söluaðila. 

Tekið verður við skráningum á sölubása til mánudagsins 20. júní. Vinsamlegast látið vita sem fyrst í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón