A A A

Valmynd

Fréttir

Skreytingarstjórar

| 18. júní 2009
Skipaðir hafa verið skreytingarstjórar í hverju hverfi fyrir sig vegna Hamingjudaga. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að hverfin taki sig saman og skreyti í sameiningu, t.d. með veifum, máluðum steinum eða skiltum. Tilgangurinn með því að skipa skreytingastjóra er einkum sá að fela þeim frumkvæði að slíkri vinnu og jafnvel efnisöflun ef þarf. Eftir sem áður þurfa allir íbúar að vera virkir í þessari vinnu og eru hugmyndaríkir einstaklingar hvattir til að koma hugmyndum á framfæri í sínum hverfum.
Skreytingarstjórar eru:
Rauða hverfið: Salbjörg Engilbertsdóttir
Appelsínugula hverfið: Ingibjörg Fossdal
Bláa hverfið: Guðrún Guðfinnsdóttir
Eru allir hvattir til að vera tímanlega í skreytingum þetta árið, en á fimmtudegi hefst dagskrá sem verður tengd við dagskrá hamingjudaga, annars vegar keppnisgrein í Vestfjarðavíkingnum og hins vegar tónleikar með Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val.
Veittar verða viðurkenningar fyrir best skreytta húsið, best skreytta hverfið, best skreytta fyrirtækið/stofnunina og flottustu "fígúruna."

Facebook

Hamingjumyndir

Áð við bæjarskiltið og hópurinn þéttur áður en hlaupið var inn í bæinn á Hólmavík. Birkir Þór Stefánsson rétt ókominn.

(Ljósm. Jóhann Guðmundsson og © Gunnlaugur Júlíusson).
Vefumsjón