A A A

Valmynd

Fréttir

Skráđu ţig á hláturjóganámskeiđ... núna :)

| 26. júní 2011
Nú styttist í að fyrsti atburður Hamingjudaga renni upp - menn þurfa að skrá sig til leiks sem allra fyrst! Það er námskeið í hláturjóga, en tilgangurinn með slíku jóga er að efla og styrkja líkama, huga og sál með hláturæfingum af margvíslegu tagi.  Það er Ásta Valdimarsdóttir sem kennir, en hún lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið fjölmörg námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis.    

Skráning á námskeiðið fer fram í síma 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Verð á námskeiðið er kr. 2.900, en afrakstur þess nýtist fólki alla ævi. Ekki missa af þessu!!
 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón