A A A

Valmynd

Fréttir

Skjaldbökuslóđ og Jakobínutún á Hólmavík

| 04. júlí 2011
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Ný götuheiti voru samþykkt á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni í tilefni af Hamingjudögum í gærkvöldi. Gatan Norðurtún heitir nú Jakobínutún sem er tilvitnun í Jakobínu Thorarensen athafnakonu á Hólmavík og Fiskislóð heitir nú Skjaldbökuslóð sem vísar í hinn fræga skjaldbökufund árið 1963.

Eftirfarandi tillögur voru bornar upp á sveitarstjórnarfundinum og þær samþykktar samhljóða:
 

Í fyrsta lagi er gerð tillaga um að gatan sem félagsheimilið á Hólmavík, íþróttamiðstöðin og tjaldsvæðið standa við sé hér eftir nefnd Jakobínutún. Þetta götuheiti er til heiðurs Jakobínu Thorarensen sem lengi bjó á Hólmavík, litrík kona og sköruleg. Hún og fyrri maður hennar létu reisa Steinhúsið fyrir sléttum 100 árum og var það fyrsta steinsteypta húsið á Hólmavík. Þar rak Jakobína verslun áratugum saman. Þar sem félagsheimilið stendur var áður Jakobínugirðing og Jakobínutún sem kennt var við hana, en landið var gefið undir félagsheimili 1984. Það er því vel viðeigandi að gatan heiti Jakobínutún.

 

Í öðru lagi snýst tillagan um breytt nafn á götunni sem liggur með sjávarsíðunni, á uppfyllingunni milli smábátabryggju og hafskipabryggju. Þessi gata hefur verið kölluð Fiskislóð, en hér er gerð tillaga um að hún sé hér eftir nefnd Skjaldbökuslóð. Nafnið er til minningar um þann einstaka atburð þegar Einar Hansen og Sigurður sonur hans drógu suðræna risaskjaldböku að landi á Hólmavík þarna í fjörunni haustið 1963. Jafnframt er götunafnið Skjaldbökuslóð valið til heiðurs Einari Hansen sjálfum og til að minna á margvísleg afrek hans og magnaðar sögur af þeim.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón