A A A

Valmynd

Fréttir

Sirkus Íslands verđur á Hamingjudögum!

| 25. júní 2013
Hinn stófenglega frábæri Sirkus Íslands ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á Hamingjudögum!

Föstudaginn 28. júní verður sirkusinn með magnaða sýningu fyrir alla fjölskylduna í Féalgsheimilinu þar sem meðal annars verða sýnd atriði sem sirkuslistafólkið hefur æft fyrir alþjóðlega sirkushátíð sem mun fara fram í Reykjavík í júlí og hafa því ekki sést áður! Miðaverða er 1000 kr. og 500 kr. fyrir börn. Selt er inn á staðnum meðan húsrúm leyfir.

Fyrir upprennandi sirkuslistafólk verður síðan haldið sirkusnámskeið á laugardeginum frá kl. 9-12, einnig í Félagsheimilinu. Aðgangseyrir að námskeiðinu er enginn en ákveðin fjöldatakmörkun verður svo fyrstir koma, fyrstir fá. Sirkuslistanámskeiðið er fyrir 7-150 ára hamingjusama og hugrakka einstaklinga.

Að námskeiðinu loknu verður afrakstur þess sýndur í Félagsheimilinu klukkan 12:00 á laugardegi.

Ekki láta þetta ótrúlega magnaða tækifæri framhjá ykkur fara, Sirkus Íslands býður upp á einstaka upplifun!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón