A A A

Valmynd

Fréttir

Setning Hamingjudaga – Gerður Kristný – afhending menningarverðlauna

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

 

Á morgun föstudag verða Hamingjudagar settir formlega í Hnyðju og hefst athöfnin kl 17:00. Við þetta tilefni ætlar skáldkonan góðkunna Gerður Kristný að lesa upp úr verkum sínum, en efniviðurinn verður bæði fyrir börn og fullorðna. Gerður Kristný hefur undanfarna daga dvalið hér á Ströndum í svonefndri menningardvöl í húsi dreifnámsins.

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020 verða síðan afhent hátíðlega, auk sérstakra hvatningarverðlauna. Það verður spennandi að sjá hvert verðlaunin munu fara að þessu sinni.

Síðan hefjast Hamingjudagar 2020, bæði samkvæmt dagskrá, en ekki hvað síst innra með okkur öllum.


Fylgjumst með og tökum þátt!​

Facebook

Hamingjumyndir

Á leið upp úr Hvalsárdal að norðanverðu (vestanverðu). Þá hafði þokubakkinn úr Húnaflóanum slegist í hópinn. Á myndinni eru Ingimundur Einar Grétarsson, Jónína Hólmfríður Pálsdóttir, Kristinn Schram og Hadda Borg Björnsdóttir.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón