A A A

Valmynd

Fréttir

Orkídeuganga

| 14. júní 2017
Brönugrös og fleiri jurtir
Brönugrös og fleiri jurtir

Hafdís Sturlaugsdóttir og Náttúrufræðistofa Vestfjarða bjóða gestum Hamingjudaga og íbúum Strandabyggðar í orkídeugöngu á Hamingjudögum.

Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sem leið liggur eftir göngustíg sem þar er. Ekki verður farið hratt yfir þar sem um blómaskoðun er að ræða. Gönguferðin verður sniðin að þeim sem mæta.

Brönugrös eru ein af fimm tegundum af orkideu-ætt sem vaxa á Íslandi. Gert er ráð fyrir að allavega sjáist þrjár til fjórar af þessum fimm tegundum í gönguferðinni. Á myndinni eru brönugrös ásamt fleiri jurtum, sem eflaust flestar koma til með að sjást í gönguferðinni.

 

Gangan verður væntanlega á dagskrá á sunnudagsmorgni.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón