A A A

Valmynd

Fréttir

Ólympíudagur ÍSÍ - breytt tímasetning!

| 24. júní 2014

ÍSÍ heldur upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn í Íþróttamiðstöðinni á Hamingjudögum á Hólmavík 25. júní kl. 12:00


Ragna Ingólfsdóttir mun koma í heimsókn og fjalla stuttlega um þátttöku sína í íþróttum og hvað hún hefur gert til að komast tvisvar á Ólympíuleikanna. Einnig verður stutt kynning um Ólympíuleika og fyrir hvað þeir standa. Ólympíukyndill verður með í eins og sá sem var notaður á ÓL í London 2012. Hlaupið verður kyndilhlaup og farið í nokkrar þrautir.

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC). Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.

Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Á Ólympíudaginn eru íþróttafélög, frístundaheimili, skólar, leikskólar og sumarnámskeið hvött til þess að bjóða upp á Ólympíuþema. Ólympíudagurinn er tækifæri til þess að skora á unga sem aldna til þess að hreyfa sig, læra um hin góðu áhrif sem líkamleg hreyfing hefur í för með sér og skemmta sér. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og að gera ávallt sitt besta.

Ólympíudagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþemu í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Þess vegna er kjörið að bjóða upp á ýmiss konar íþróttir og þrautir, en ekki einungis íþróttir sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Það er gaman fyrir unga fólkið að fá að prufa hinar ýmsu greinar og þrautir og jafnvel að búa til sínar eigin.

ÍSÍ skipuleggur Ólympíudaginn í samstarfi við Ólympíufjölskylduna og íþróttahreyfinguna.

 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón