A A A

Valmynd

Fréttir

Nú styttist í Hamingjuhlaupið

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2013
Hamingjuhlaupið sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári verður að sjálfsögðu á dagskrá Hamingjudaga árið 2013. Hlaupið verður frá Minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík, alla leið til Hólmavíkur - rúmlega 53 km. leið. Allir geta tekið þátt í hlaupinu og hlaupið mismunandi vegalengdir í takt við eigin getu með því að byrja á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu.  

Allar upplýsingar liggja nú þegar fyrir, tímatafla, kort og annað á vefsíðu hlaupsins sem sjá má með því að smella hér

Facebook

Hamingjumyndir

Gunnlaugur nálgast hæstu hæðir á Bitruhálsi. í baksýn grillir í Vatnsnesið og myndarlegan þokubakka á Húnaflóa.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón