A A A

Valmynd

Fréttir

Náttúrubarnaskólinn

| 12. júní 2018
Hefðir og venjur veita okkur oft hamingju en einnig að prufa nýja hluti. Náttúrubarnaskólinn stóð fyrir nýjum viðburði á Hamingjudögum 2016 og hélt námskeið á fimmtudeginum með hamingjuþema. Námskeiðið sló í gegn eins og önnur námskeið Náttúrubarnaskólans og hefur það því skapað sér sess fimmtudaginn fyrir Hamingjudaga. Hvað ætli viðburðir eða athafnir þurfi að endurtaka oft svo þær verði að hefð? Mögulega kynnum við námskeið Náttúrubarnaskólans sem hefð á næsta ári :) 

Fimmtudaginn 28.júní klukkan 13:00-17:00 verður Náttúrubarnaskóli á Sauðfjársetrinu í Sævangi með sannkölluðu hamingjuþema! Það verður farið út í fjöruferð og náttúruskoðun, send flöskuskeyti og breytt út hamingju, bruggað sérstakt hamingjuseyði, fengið sér kökur og góðgæti og fara í nokkra skemmtilega leiki. Það kostar 3000 kr. á mann og skráning er í síma 661-2213, á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans eða á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón