A A A

Valmynd

Fréttir

Náttúrubarnanámskeiđ međ Hamingjuţema

| 12. júní 2017

Fimmtudaginn 29. júní á milli kl. 13-17 verður Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi með náttúrubarnanámskeið með hamingjuþema!

Það er enginn vafi á því að það að vera í góðu sambandi við sitt innra náttúrubarn eykur almenna gleði og hamingju! Við ætlum að fara í gönguferð, brugga hamingjuseyði, breiða út boðskap Hamingjudaga með flöskuskeyti og margt fleira skemmtilegt!

Það kostar 3000 kr. á námskeið Náttúrubarnaskólans og eru kökur og djús innifalið svo enginn verður svangur!


Skráning er í síma 661-2213 eða á natturubarnaskoli@gmail.com

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón