A A A

Valmynd

Fréttir

Mögnuð töfrasýning með Ingó á föstudagskvöldinu

| 25. maí 2012
Ingó verður með sýningu á Hamingjudögum
Ingó verður með sýningu á Hamingjudögum
Einn af hápunktum Hamingjudaga 2012 verður í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudagskvöldið 29. júní. Þar mun Ingó Geirdal töframaður vera með magnaða töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna. Skemmtunin hefst kl. 20:00. Ingó er einn allra magnaðasti töframaður heims og hefur sýnt sín ótrúlegu töfrabrögð á fjölda skemmtana og í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Asíu, auk þess að skemmta á skemmtiferðaskipum og í einkaboðum m.a. hjá Depeche Mode og Alice Cooper.


Á sýningunni, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, mun Ingó bjóða upp á mögnuð töfrabrögð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða, í töfrasýningu sem rokkar.

Þessu má enginn missa af. Miðaverð er aðeins kr. 1.500.- fyrir 6 ára og eldri en ókeypis er fyrir yngri áhorfendur.

Hér má sjá örlítið sýnishorn af þessum ótrúlega töframanni. 

Facebook

Hamingjumyndir

Á Bitruhálsi í blíðskaparveðri. (Ljósmynd og  © Gunnlaugur Júlíusson)
Vefumsjón