A A A

Valmynd

Fréttir

Menningarverđlaun veitt og setningathöfn Hamingjudaga

| 04. júlí 2018
 
Ingibjörg Benediktsdóttir setti Hamingjudaga 2018 og á sama tíma opnaði formlega ljósmyndasýning dóttur hennar Brynhildar Sverrisdóttur sem er enn opin í Hnyðju.

Jón Alfreðsson og María Játvarðsdóttir mættu fyrir hönd Lionsklúbbsins á Hólmavík á setningarathöfnina. Þau kynntu starf Lions þar sem samtökin eru 100 ára á þessu ári og veittu Strandabyggð tvo mjög veglega bekki að gjöf. Bekkjunum verða komið fyrir á góðum stað á Hólmavík þar sem þeir eiga að nýtast sem áningastaður í gönguferðum fólks og eiga þannig að hvetja til gönguferða fyrir fólk á öllum aldri.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir veitti Menningarverðlaun Strandabyggðar.
Ásu Ketilsdóttur var veitt sérstök viðurkenning vegna menningarmála í Strandabyggð. Ása Ketilsdóttir fædd 1935 að Ytra-Fjalli í Aðaldal hefur alla ævi haft áhuga á kveðskap og ýmsum fornum og þjóðlegum fróðleik. Hún lærði ung af foreldrum sínum og ömmum lausavísur, munnmælasögur, rímur og að kveða en á þeim tíma var sá siður að tapast og orðinn sjaldgæfur. Þessi hefð og áhugi hennar á efninu hefur orðið til þess að hún yrkir, kveður og segir sögur og ævintýri. Framlag hennar er því mikilvægur menningararfur á sviði kveðskapar og sagnhefðar.

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum hlaut Menningarverðlaun Strandabyggðar fyrir eftirtektarvert menningarframtak í sveitarfélaginu. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir námskeiðum á Sauðfjársetrinu sem byggist á hugmyndafræðinni um náttúrutúlkun. Lögð er áhersla á fjölbreytileika og skemmtun í vali á námskeiðum ásamt fróðleik um nánasta umhverfi. Námskeiðin eru fyrir náttúrubörn á öllum aldri, þar sem þú lærir með því að sjá, snerta, gera og upplifa.

Er við hæfi að ljúka þessari frétt með Hamingjusamþykktinni okkar:

Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.

Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.
 
Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.
 
Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Viđ Stóra-Fjarđarhorn í Kollafirđi. Bitruháls ađ baki. Ţarna bćttust tveir hlauparar í hópinn, ţeir Ragnar Bragason og Kristinn Schram. Ţeir eru lengst til hćgri á myndinni. (Ljósm. Bragi Guđbrandsson  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón