A A A

Valmynd

Fréttir

Menningarmálanefnd fundar um Hamingjudaga

| 07. apríl 2010
Fyrsti fundur Menningarmálanefndar Strandabyggðar með framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2010 verður haldinn í dag kl 17. Í nefndinni sitja þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir, sem kemur inn í nefndina eftir að Arnar S. Jónsson sagði sig nýverið úr henni vegna mikilla anna. Þá tekur Guðrún Guðfinnsdóttir sæti Kristínar í nefndinni, meðan hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra Hamingjudaga í ár. Sem kunnugt er verða sveitarstjórnarkosningar í vor, en ákveðið var í vetur að nefndin starfaði engu að síður þar til framkvæmd og frágangi Hamingjudaga væri lokið.
Á fundinum í dag á meðal annars að velja nefndinni nýjan formann, ræða um hvort lagasamkeppni verði haldin í ár, ræða um hugsanlega aðkomu SEEDS sjálfboðaliðahóps að Hamingjudögum, tímasetja íbúafund vegna Hamingjudaga, ræða fyrstu dagskrárdrög, það er að segja hugmyndir sem fram hafa komið og viðra fleiri hugmyndir. Fundargerðir menningarmálanefndar eru birtar hér á vef Strandabyggðar um leið og þær hafa verið samþykktar af sveitarstjórn.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón