A A A

Valmynd

Fréttir

Listverkasżning Valgeršar Elfarsdóttir og Elfars Žóršarsonar į Hamingjudögum

| 27. jśnķ 2011
Valgeršur og Elfar verša ķ Rįšaleysinu
Valgeršur og Elfar verša ķ Rįšaleysinu
« 1 af 4 »

Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Sú fyrsta sem kynnt var til leiks hér á vefnum var mósaikverkasýning og vinnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins. Hér er önnur sýningin kynnt til leiks.

Feðginin Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir frá Stokkseyri verða með samsýningu í Ráðaleysinu á Hamingjudögum. Sýningin verður opin frá kl. 13:00-18:00 dagana 1.-3. júlí.

Elfar Guðni Þórðarson er sjálfmenntaður í myndlist og hefur verið að mála síðan 1974. Hann málar olíumálverk í öllum stærðum og gerðum og hefur einnig t.d. málað á möppur sem eru nýttar sem gestabækur. Elfar hefur haldið margar sýningar víða um land og vakið athygli, m.a. fyrir geysistórt verk, Brennið þið vitar, sem hann málaði og útbjó í minningu Páls Ísólfssonar tónskálds. Hann er með vinnustofu og gallerí í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.  

Valgerður Þóra Elfarsdóttir byrjaði að vinna mósaikverk fyrir ellefu árum. Hún hefur síðan þá unnið fjölbreytt verk og notar gjarnan efni úr náttúrunni til sköpunar; t.d. rekavið, grjót og sand úr fjörum landsins. Því má segja að hún sé á heimavelli í fjörunum á Ströndum. Valgerður hefur þróað listaverk sín í gegnum tíðina og prófað nýjan efnivið á borð við fjöruugler, kuðunga, skeljar og fjörusand. Eins og Elfar er hún með vinnuaðstöðu í Menningarverstöðinni á Stokkseyri.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón