A A A

Valmynd

Fréttir

Leikhópurinn Lotta snýr aftur á Hamingjudaga!

| 13. apríl 2012
Lotta á Hamingjudögum - ljósm. af strandir.is
Lotta á Hamingjudögum - ljósm. af strandir.is
Leikhópurinn Lotta sló í gegn á Hamingjudögum í fyrra þegar þau sýndu Mjallhvíti og dvergana sjö í einmuna veðurblíðu fyrir mikinn mannfjölda. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Leikhópurinn Lotta kemur sem sagt með nýja leikritið sitt og sýnir gestum Hamingjudaga laugardaginn 30. júní. Uppfærsla ársins 2012 hjá þeim er Stígvélaði kötturinn. Leikritin hjá Lottu eru yfirleitt geysifjörug og full af óvæntum nálgunum og uppákomum - inn í leikritið um Stígvélaða köttinn fléttast t.d. önnur þekkt ævintýri - t.d. ævintýrin um Gullbrá og birnina þrjá og og Nýju fötin keisarans. Ókeypis verður inn á sýninguna fyrir alla gesti Hamingjudaga.


Hér er Facebook-síða Leikhópsins Lottu - endilega "lækið" við hana og fylgist með afrekum þeirra í sumar!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón