A A A

Valmynd

Fréttir

Leikhópurinn Lotta mćtir međ Mjallhvít og dvergana sjö

| 08. apríl 2011
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta heimsækir Hamingjudaga á Hólmavík sumarið 2011. Leikhópurinn var stofnaður árið 2006 og hefur sett upp eitt leikrit á hverju ári síðan þá, alltaf utandyra. Uppsetning þeirra í ár er byggð á ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö sem allir ættu að þekkja. Lotta mætir á Hólmavík á laugardeginum og sýnir leikritið á Klifstúninu kl. 14:00. Eftir að leikverkinu lýkur fá allir krakkar tækifæri til að kynnast persónunum í leikritinu, knúsast aðeins í þeim og láta taka af sér myndir.

Ekki missa af Hamingjudögum helgina 1.-3. júlí í sumar!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón