A A A

Valmynd

Fréttir

Leikhópurinn Lotta

| 28. júní 2016
Leikhópurinn Lotta hefur heimsótt okkur í Strandabyggð seinustu Hamingjudaga og ætla ekki að láta sig vanta í ár. 

Leikhópurinn Lotta mun sýna sitt árlega leikverk laugardaginn 2. júlí kl. 11:00 í Kirkjuhvamminum. Þetta hefur leikhópurinn að segja um nýjasta verk sitt:

„Sumarið 2016 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um Litaland. Það er hún Anna Bergljót Thorarensen sem skrifar verkið eins og síðustu ár. Tónlistin er samin af þeim Baldri Ragnarssyni, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Það er Ljóti hálfvitinn Sævar Sigurgeirsson sem semur söngtextana fyrir utan einn sem Baldur samdi.  Þau Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hanna leikmyndina og Kristina Berman hannar og býr til búningana. Ljósmyndir voru teknar af henni Ragnheiði Arngrímsdóttur. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum okkar honum Stefáni Benedikt Vilhelmssyni en vinir Ævintýraskógarins þekkja hann sennilega best undir nafninu Hrói höttur.“

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón