A A A

Valmynd

Fréttir

Leikhópurinn Lotta

| 23. apríl 2015
Nú er sumarið formlega hafið og ekki seinna vænna að fara að spenna beltin fyrir komandi stórviðburðum. Hamingjudagar á Hólmavík eru sannarlega þar á meðal og er dagskrá hátíðarinnar óðum að skírast.

Búast má við að minnsta kosti vikulegri frétt inn á síðuna héðan af og fram að Hamingjudögum 26.-28. júní næstkomandi svo það er um að gera að fylgjast vel með framgangi mála.

Það er nú staðfest að Leikhópurinn Lotta sækir Hamingjudaga heim og mun að þessu sinni sýna Litlu gulu hænuna. Þetta hefur leikhópurinn að segja um nýjasta verk sitt:

,,Í þessu verki hefur höfundurinn, Anna Bergljót Thorarensen, fléttað saman tveimur þekktum ævintýrum. Við erum þá annars vegar að tala um Litlu gulu hænuna og hins vegar Jóa og baunagrasið. Baldur Ragnarsson semur söngtexta og mun hann ásamt Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur semja lögin í sýningunni. Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson liggja síðan um þessar mundir yfir leikmyndinni sem eins og gefur að skilja er að valda þeim töluverðum höfuðverk. Hvernig lætur maður baunagras vaxa alla leið upp til skýja þegar maður sýnir undir berum himni?"

Það er augljóst mál að um spennandi leikhúsupplifun verður að ræða í Kirkjuhvamminum á laugardegi Hamingjudaga.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón