A A A

Valmynd

Fréttir

Kynning listamanns-sýning í Krambúðinni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2022

 

Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson

Málverkasýning-Krambúðin


Listamaðurinn segir eftirfarandi um sjálfan sig.

"Þegar ég hugsa til baka þá veit ég að mig langaði alltaf að verða listamaður , strax í skóla fékk ég háar einkunnir fyrir teiknikunnáttu en ég upplifði mig alltaf svolítið utangarðs og barðist við bakkus í nokkur ár sem tók sinn toll. Ég náði mér aftur á strik og fór að mála og fyrir mér var að mála innhverf íhugun og huglæg meðferð líka. Fyrsta sýningin mín var í Árbæ, ég man ekki hvað húsið hét en þetta voru aðallega teikningar.  Næsta sýning var í Kjörgarði árið 2002, sama rými og hýsir nú Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en það voru líka bara teikningar. Þriðja sýningin mín var til húsa á Blásteini í Árbæ árið 2005, aðallega málverk.  Síðan þá hef ég haldið nokkrar sýningar á kaffihúsum en síðustu sýningar hafa verið á Borgarbókasafni Reykjavíkur í Kringlunni. Samhliða því var ég með yfir 20 málverk á sýningu í Kolaportinu.

Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér en byrjaði að mála upp úr þrítugu, hef ég því málað í yfir þrjátíu ár.

Ég hef sótt teikninámskeið á vegum Myndlistaskóla Reykjavíkur og verið í námi hjá Þorsteini Eggertssyni.

Þakklátastur er ég þó afa mínum og ömmu, því náttúrulistafólki frá Hofi í Dýrafirði. Þeim Gunnari Guðmundssyni og Guðmundu Jónu Jónsdóttur.

Verið velkomin á málverkasýninguna mína hér á Hamingjudögum á Hólmavík sem einnig er sölusýning." 


Facebook

Hamingjumyndir

Hafþór Rafn Benediktsson fær sér næringu við Heydalsá.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón