A A A

Valmynd

Fréttir

Kassabílasmiđjan í undirbúningi

| 11. júní 2009
Hin vinsæla Kassabílasmiðja sem Hafþór Ragnar Þórhallsson handverksmaður hefur haft veg og vanda að undanfarna Hamingjudaga mun fara í gang 1.júlí. Kassabílarallý sem að venju fer fram á laugardagsmorgni á Hamingjudögum hefur löngum skipað sér sess sem ómissandi hluti af Hamingjudögum.

Hafþór vill koma því á framfæri að honum hefur ekki tekist að byrgja sig eins vel upp af dekkjum og áður og því ættu þeir sem vilja smíða nýja bíla frá grunni að horfa í kringum sig eftir dekkjum. Þá eru þeir sem kynnu að eiga dekk undan ónýtum reiðhjólum, sláttuvélum, barnavögnum eða öðru slíku beðnir um að leggja smiðjunni lið og koma dekkjunum til Hafþórs.
Einnig verður hægt að gera upp og gera við gamla kassabíla. Margir eiga góða bíla frá fyrri árum sem má nýta áfram.

Skráning í smiðjuna er á netfanginu hamingjudagar@holmavik.is Hún mun starfa eftir hádegi dagana 1.-3. júlí.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón